Landlyst
Húsið Landlyst hýsir í dag heilbrigðisminjasafn en húsið er með þeim elstu í Vestmannaeyjum, byggt upphaflega 1848.
Húsið gegnir merkilegu hlutverki í sögu Eyjamanna, en það var fyrsta fæðingarheimili landsins. Húsið var friðað árið 1990 og í framhaldinu tekið niður til geymslu og viðgerðar.
Árið 2000 var það endurreist og komið fyrir á Skansinum, þar sem það stendur sem næst í sinni upprunalegu mynd en Skansinn frábært svæði til útvistar á sögulegum slóðum.
Aðgangur er ókeypis og er sjón sögu ríkari.
Opnunartími
1. maí - 30. september: Alla daga kl. 10:00-17:00.
Hægt er að hafa samband við Gígju eða Kára varðandi opnun utan venjulegs opnunartíma.