Frá 1.apríl til 10.maí 2025:
Opið alla daga frá 13:00 til 16:30
Frá 11.maí til 14.sept 2025:
Opið alla daga frá 11:00 til 17:00
Eldheimar er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar.

ELDHEIMAR
Suðurvegur / Gerðisbraut 10
Sími 4882700
Safnvörður: Kristín Jóhannsdóttir
Frá 1.apríl til 10.maí 2025:
Opið alla daga frá 13:00 til 16:30
Frá 11.maí til 14.sept 2025:
Opið alla daga frá 11:00 til 17:00
Fullt verð - 2.600 kr
Fjölskylduverð - 5.800 kr
Eldri borgarar - 2.200 kr
10 - 18 ára - 1.300 kr
10 ára og yngri í fylgd - Frítt
Hópar 15 eða fleiri - 1.900 kr
Nánar á heimasíðu Eldheima.
Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur.
Nú 40 árum síðar er risin gosminjasýningin Eldheimar, sem lýsir þessari atburðarrás á áhrifamikinn hátt. Miðpunktur sýningarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10. Húsið, sem grófst undir ösku í gosinu hefur nú verið grafið upp. Hægt er að sjá á áhrifamikinn hátt dæmi um hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.

