Fara í efni

Leik- og boltavellir

Leiksvæði í Eyjum

Síðustu ár hefur leiksvæðum fyrir börn í Vestmannaeyjum fjölgað og eldri svæði verið endurnýjuð. 

 

Í Dverghamri er að finna einn af stærstu leikvöllum Vestmannaeyja. Þar eru leiktæki eins og rólur, klifurtæki og vegasalt. Til hliðar við leikvöllinn er einnig lítill fótboltavöllur.

Dverghamar

Við Búhamar og Áshamar er nýlegt leiksvæði með gervigrasi sem undirlagi. Þar eru ungbarnaróla, róla, rennibraut, gormatæki og vegasalt.

 

Undir Fjósakletti í Herjólfsdal er leiksvæði með aparólu, rólu sem snýst í hringi, tveimur dekkjarólum og lítilli klifurgrind á milli þeirra. Svæðið er á stórum grasfleti sem hentar vel fyrir alls konar leiki.

Á svæði milli Búastaðabrautar og Ásavegs er nýr og glæsilegur leikvöllur með gervigrasi. Þar eru klifurkastali, barnaróla og róla, gormatæki og lítið klifurhús. Tvær rólur eru á svæðinu, þar af ein ungbarnaróla.

Á svæðinu milli Brimhólabrautar og Illugagötu er glæsilegur leikvöllur með gervigrasi. Þar eru rennibraut, stór róla, gormatæki, lítil klifurgrind og bekkur til að setjast á.

Á síðustu árum hefur Vigtartorg tekið miklum breytingum og þar er nú glæsilegt leiksvæði fyrir börn. Þar má finna gormatæki, stórar klifurgrindur og þrautabrautir.

Á Stakkagerðistúni er frábært og stórt leiksvæði. Ærslabelgurinn er alltaf vinsæll, en einnig eru þar ungbarnaróla, rólur, klifurstaura og lítil klifurgrind.

Vestan við Hamarsskóla er glæsilegt og stórt leiksvæði ásamt sparkvelli. Þar eru ærslabelgur, trampólín, klifurgrindur og rólur.

Við Barnaskólann er stórt útisvæði með sparkvöllum, körfuboltavelli, hjólabrettarömpum og klifurgrindum.

Við leikskólann Sóla er afgirt leiksvæði sem opið er almenningi eftir að skólastarfi lýkur á daginn.

Við leikskólann Kirkjugerði er einnig afgirt leiksvæði sem opið er almenningi eftir að skólastarfi lýkur á daginn.