Fara í efni

Íþróttamannvirki

Aðstaða til íþróttaiðkunar er fjölbreytt í Vestmannaeyjum

Hér má sjá yfirlit yfir Íþróttamannvirkin í Vestmannaeyjum

Brimhólabraut, 900 Vestmannaeyjar
Sími :
Forstöðumaður: Hákon
Netfang: 

Í Íþróttamiðstöðinni er að finna tvo Íþróttasali í fullri stærð. Þar er æfingaaðstaða fyrir handbolta og fimleika.
Þar er búningaaðstaða og svo sundlaug.  Lyftingasalur er einnig.

Hásteinsvöllur : Gervigrasvöllur staðsettur við Hástein og er aðalleikvangur eyjanna og heimavöllur ÍBV. Við völlin er áhorfendastúka fyrir xxx manns og ný glæsileg búiningaaðstaða.

Helgafellsvöllur: Grasvöllur staðsettur við rætur Helgafells en völlurinn varð til vegna vikurhreinsunar í Helgarfell. Hann gegnir hlutverki æfingavölls.

Þórsvöllur: Grasvöllur sem staðsettur er við Þórsheimilið og er notaður sem æfingavöllur.

Týsvöllur: Grasvöllur sem staðsettur er við Týsheimilið og er notaður sem æfingavöllur.
 

Einn rómaðasti golfvöllur landsins.  Æfingaaðstaðan býður upp á æfingasvæði, golfkennslu og golfhermi.

Golfskáli Vestamannaeyja
Torfmýrarvegi
Sími 481-2363
Framkvæmdarstjóri er Karl Haraldsson 
 

Þrír sparkvellir eru í Vestmannaeyjum.

Tveir eru á lóð grunnskólanna, Hamarsskóla og Barnaskóla. Sá þriðji er við Týsheimilið.

Lyftingasalur / æfingasalaur fyrir íþóttafólk er að finna í íþróttasal Týsheimilisins. Salurinn heitir Gullberg.

Félagsaðstaða yngri flokka er einnig að finna í Týsheimilinu en aðstaðan hefur fengið nafnið Glófaxi. Aðstaðan er hugsuð fyrir yngri iðkendur félagsins, til að geta sest niður á milli æfinga og borðað nesti, spila ofl. Opið verður 12-18 virka daga. Einnig geta þjálfarar/foreldrar nýtt aðstöðuna til að hittast með flokka til að horfa á leiki eða bara fyrir skemmtikvöld.

Hreystivöll er að finna við Brimhólalaut við íþróttamiðstöðina og við Barnaskólann.

Í Þórsheimilinu er aðstaða til karateiðkunar.