Réttur til fjárhagsaðstoðar:
Til þess að eiga rétt á fjárhagsaðstoð þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa náð 18 ára aldri
- Vera með lögheimili í Vestmannaeyjum
- Hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum
Áður en þú sækir um fjárhagsaðstoð skaltu athuga rétt þinn til annarra greiðslna til dæmis frá:
Fjárhagsaðstoð er veitt sem lán eða styrkur. Einstaklingar sem bíða eftir afgreiðslu frá:
- Tryggingastofnun ríkisins
- Vinnumálastofnun
- Sjúkratryggingum Íslands
- Sjúkrasjóðum stéttarfélaga
- Lífeyrissjóðum
eða öðrum stofnunum geta sótt um lán.
Hvar sæki ég um fjárhagsaðstoð:
- Umsókn er rafræn á Íbúagáttinni
- Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá getur þú fengið aðstoð hjá félagsþjónustunni.
Gögn með umsókn um fjárhagsaðstoð:
- Upplýsingar um skil á gögnum koma í umsóknarferlinu.
- Krafa er um:
- Að kannaður sé réttur frá öðrum aðilum.
- Staðfesting á því skilað inn.