Fara í efni

Fjárhagsaðstoð

Félagsþjónusta Vestmannaeyja veitir fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta veitt sér og sínum farborða án aðstoðar.
Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við önnur úrræði félagsþjónustu.

Réttur til fjárhagsaðstoðar:
Til þess að eiga rétt á fjárhagsaðstoð þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Vera með lögheimili í Vestmannaeyjum
  • Hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum

Áður en þú sækir um fjárhagsaðstoð skaltu athuga rétt þinn til annarra greiðslna til dæmis frá:

Fjárhagsaðstoð er veitt sem lán eða styrkur. Einstaklingar sem bíða eftir afgreiðslu frá:

  • Tryggingastofnun ríkisins
  • Vinnumálastofnun
  • Sjúkratryggingum Íslands
  • Sjúkrasjóðum stéttarfélaga
  • Lífeyrissjóðum

eða öðrum stofnunum geta sótt um lán.

Hvar sæki ég um fjárhagsaðstoð:

  • Umsókn er rafræn á Íbúagáttinni
  • Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá getur þú fengið aðstoð hjá félagsþjónustunni.

Gögn með umsókn um fjárhagsaðstoð:

  • Upplýsingar um skil á gögnum koma í umsóknarferlinu.
  • Krafa er um:
    • Að kannaður sé réttur frá öðrum aðilum.
    • Staðfesting á því skilað inn.

Upphæð fjárhagsaðstoðar tekur mið af skattskyldum tekjum umsækjanda eða hjóna og fólks í sambúð og koma skattskyldar tekjur til frádráttar við útreikning fjárhæðar.

Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 220.252 krónur á mánuði og 352.403 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en fjárhæð fer eftir húsnæðisaðstæðum hverju sinni. Aðstoðin er veitt óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur mæti kostnaði vegna barna.

Sjá nánari upplýsingar um grunnfjárhæðir í reglum um fjárhagsaðstoð

Umsókn fer í úrvinnslu hjá starfsmanni félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Þegar öll gögn hafa borist hefur starfsfólk allt að 10 virka daga til að afgreiða umsókn.

Ef umsókn er hafnað fær umsækjandi útskýringu á ákvörðuninni. Ef umsækjanda finnst sú skýring ekki standast málefnalega er hægt að vísa henni til fjölskyldu og tómstundaráðs.
Skal það gert skriflega og eigi síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld.

Allar skattskyldar tekjur í mánuðinum á undan sem fara umfram ein lágmarkslaun skv. kjarasamningum koma til frádráttar. 

Umsókn tekur ávallt gildi í þeim mánuði sem sótt er um. Sækja þarf um áframhaldandi fjárhagsaðstoð mánaðarlega á milli 20. og 25. hvers mánaðar.

Nánari upplýsingar um fjárhagsaðstoð veita félagsráðgjafar sviðsins í síma 488 2000 eða í netfanginu felags@vestmannaeyjar.is