- Sótt er um heimgreiðslur vegna barns í íbúagátt Vestmannaeyjar
- Umsókn um heimgreiðslur þarf að berast fyrir 25. dags mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðamótum á eftir.
- Eftir 16 mánaða aldur þarf að sækja um aftur hafi barn ekki fengið vistun eða er enn að bíða eftir vistun
Heimgreiðslur
Heimgreiðslur eru allt að 220.000 kr. fyrir hvern mánuð.
Vestmannaeyjabær veitir heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla, samkvæmt eftirfarandi skilyrðum:
12–16 mánaða aldur:
- Greiðslur hefjast þegar barn nær 12 mánaða aldri.
- Greiðslur falla niður þegar barn:
- nær 16 mánaða aldri, eða
- leikskólaganga hefst.
Eftir 16 mánaða aldur:
- Greiðslur eru veittar ef ekki er laust leikskólapláss í sveitarfélaginu.
- Skilyrði: Barnið þarf að vera á biðlista, óháð leikskóla.
- Greiðslur falla niður þegar barn fær boð um leikskólagöngu.
Umsóknarferli:
- Sækja þarf sérstaklega um heimgreiðslur.
- Ef foreldrar hafa áður fengið greiðslur skv. 1. grein, þarf að endurnýja umsókn.
- Skila þarf inn staðgreiðsluskrá 3 mánuði aftur í tímann
- Barn og forráðamenn þurfa að hafa haft lögheimili í Vestmannaeyjum í a.m.k. þrjá mánuði til að eiga rétt á heimgreiðslum.
Heimgreiðslur eru hæstar fyrir fyrsta barn allt að 220.000.- á mánuði og 110.000.- fyrir næsta barn.
Heimgreiðslur eru tekjutengdar og fylgja eftirfarandi skilyrðum:
- Meðaltekjur heimilisins sl. þriggja mánaða skv. staðgreiðsluskrá, þurfa að vera undir 1.050.000.- til að eiga rétt bótum.
- Dæmi: meðaltekjur heimilis sl. þriggja mánaða eru 900.000 þá er réttur til bóta 150.000.-
- Dæmi: Meðaltekjur heimilisins sl. þriggja mánaða 830.000 eða lægri á heimilið rétt á fullum bótum að upphæð 220.000.-
- Heimgreiðslur eru greiddar eftirá frá næstu mánaðamótum eftir að barn hefur náð 12 mánaða aldri.
- Heimgreiðslur reiknast í fyrsta lagi frá þeim degi sem barn verður 12 mánaða.
- Heimgreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári, ekki er greitt vegna júlí mánaðar.
Sjá nánar í Reglum um heimgreiðslur