Stjórn Náttúrustofu Suðurlands-

24.11.2021

Náttúrustofa Suðurlands

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 24. nóvember 2021 kl. 13.15

Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður og Halla Svavarsdóttir, Viktor Ragnarsson og Erpur Snær Hansen forstöðumaður NS.

Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

1. Mál Verkefni sumarsins

Forstöðumanni NS var falið á síðasta fundi að skila inn greinargerð til stjórnar. Forstöðumaður NS fór yfir hana.

Niðurstaða

Stjórnin þakkar fyrir góða greinargerð um verkefni sumarsins sem voru mörg.

2. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um framlengingu á ráðningasamningi við starfsmann í tímabundnu starfi.

Forstöðumaður NS fór yfir þau verkefni sem eru framundan og mikilvægi þess að framlengja ráðningasamningi.

Niðurstaða

Ákveðið var að framlengja ekki ráðningasamningi en endurskoða beiðnina fljótlega eftir áramót.

3. Önnur mál

Forstöðumanni NS bauðst að kaupa fjölmiðlaskýrslu Creditinfo að upphæð 59.000.-

Niðurstaða

Stjórn ákvað í samráði við forstöðumann NS að sleppa því þetta árið.

4. Mál Fundargerð trúnaðarmála

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka fundargerð.

Fundi slitið kl. 14.15