Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1426

03.12.2009

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 3. desember n.k. kl. 18.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 2880 frá 3. desember sl.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

1. mál. Umræða um samgöngumál

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktar svo:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir áhyggjum af þeirri óheillaþróun sem nú er uppi í samgöngumálum Eyjanna. Seinustu ár hefur ríkt sátt um það þjónustustig sem haldið hefur verið uppi. Árin 2006 og 2007 var ráðist í mikið átak til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar með því að tryggja öflugt flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, fjölga ferðum Herjólfs og leggja kapp á að eyða óvissu um framtíðarsamgöngur. Nú horfir hinsvegar svo við að Eyjamenn mega horfa upp á að samgönguyfirvöld vinna að því að leggja niður flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, dregið hefur úr Bakkaflugi, hætta á með tvær ferðir á dag alla daga, hætt var við nýsmíði á ferju sem sigla átti í Land-eyjahöfn og alger óvissa ríkir um þjónustustig Landeyjahafnar þar sem engar upplýsingar fást um gjaldskrá og áætlun Herjólfs á þeirri siglingaleið.

Bæjarstjórn hefur skilning á erfiðri stöðu í ríkisfjármálum og á því að skera þarf niður í samgöngum við Vestmannaeyjar eins og víðar. Með þeim áformum sem nú eru uppi er hinsvegar verið að skerða samgöngur við Vestmannaeyjar langt niður fyrir öll sársaukamörk og færa samgöngur aftur fyrir það sem hér var árin 2005 og 2006, og var ástandið þá þó að mati bæði samgönguyfirvalda og íbúa í Vestmannaeyjum algerlega óásættanlegt. Því skorar bæjarstjórn á samgönguráðherra að verja þá lágmarksþjónustu sem felst í tveimur ferðum Herjólfs á dag og traustu flugi við næststærsta þéttbýliskjarna utan suð-vesturhornsins.

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign).

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr.200911060 Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2010

-Fyrri umræða-

Sbr. 4. mgr. 24. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gilda engar tímatakmarkanir vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2010 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Gengið til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2010 og niðurstöðutölur hennar.

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2010:
Tekjur alls kr. 2.453.751.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.617.715.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 306.755.000
Veltufé frá rekstri kr. 519.347.000
Afborganir langtímalána kr. 70.174.000
Handbært fé í árslok kr. 4.259.229.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2010:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 33.295.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 0
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 28.321.000
Aðrar B-hluta stofnanir, Reksrarniðurstaða, tap kr. 17.686.000
Veltufé frá rekstri 107.202.000
Afborganir langtímalána kr. 60.509.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyjabæjar 2010:
Tekjur alls kr. 3.234.012.000
Gjöld alls kr. 3.406.226.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 199.879.000
Veltufé frá rekstri kr. 626.549.000
Afborganir langtímalána kr. 130.683.000
Handbært fé í árslok kr. 4.259.229.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

3. mál. Blaðaútgáfa á vegum Vestmannaeyjabæjar

4. mál. Notkun á útvarpssendi í eigu Vestmannaeyjabæjar

5. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2878 frá 9. nóvember sl.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,2,4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2879 frá 24. nóvember sl.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3, og 5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 214 frá 27. október sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sex samhljóða atkvæðum.

Páll Marvin Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Liðir 1,3,4 og 6-13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 53 frá 28. október sl.

Liðir 1-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 74 frá 2. nóvember sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 75 frá 17. nóvember sl.

Liður 7 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 54 frá 18. nóvember sl.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 108 frá 18. nóvember sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 og 6-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 76 frá 30. nóvember sl.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 55 frá 1. desember sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 215 frá 2. desember sl.

Liðir 1-2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2880 frá 3. desember sl.

Lá fundargerðin öll til umræðu og staðfestingar.

Liðir 1-3 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 21.10

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign).