Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2822

14.06.2007

Bæjarráð Vestmannaeyja

2822. fundur bæjarráðs Vestmannaeyja var haldinn

fimmtudaginn 14. júní 2007 og hófst kl. 12.00

Fundinn sátu: Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving, Gunnlaugur Grettisson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Páll Einarsson fjármálastjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál: Bæjarráð fagnar ákvörðun ríkisstjórnar um að fjölga ferðum Herjólfs enn frekar. Með þessu er verið að bregðast við óskum Vestmannaeyjabæjar um úrbætur vegna þeirra flöskuhálsa sem eru í flutningum á bílum og vörum milli lands og Eyja. Með þessari ákvörðun er enn eitt skrefið stigið í að bæta brýna þörf fyrir úrbætur í samgöngum við Vestmannaeyjar en undirbúningur þessa máls hefur staðið yfir síðan í apríl.

Bæjarráð vill einnig minna á að í aðdraganda alþingiskosninga nú í vor lýstu frambjóðendur allra flokka þeirri skoðun sinni að tafarlaust ætti að ganga til kaupa eða leigu á stærra og hraðskreiðara skipi til að leysa núverandi Herjólf af, enda öllum ljóst að hann svarar ekki þörfum samfélagsins og því öfluga atvinnulífi sem hér er.

Því felur bæjarráð bæjarstjóra að ítreka tafarlaust slíkar óskir við samgönguráðherra.

2. mál: 200706057- Fyrir lá erindi frá safnaráði dags. 20. maí sl. vegna Byggðasafns Vestmannaeyja.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

3. mál: 200706037- Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 31. maí sl. þar sem leitað er umsagnar á endurnýjun á tímabundnu gistiskálaleyfi að Hásteinsvegi 40.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir sem um slík erindi eiga að fjalla samþykki það einnig.

4. mál: 200706199 - Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands dags. 6. júní sl. um styrktarsjóð EBÍ 2007.

5. mál: 200706200 - Fyrir lá bréf frá umhverfisstofnun dags. 5. júní sl. um viðmiðunartaxta vegna

refa- og minkaveiða.

6. mál: 200702044 - Fyrir lá afsal þar sem ríkissjóður selur og afsalar Vestmannaeyjabæ 112 fm. lóð að Hilmisgötu 4.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita afsalið.

7. mál: 200706143 - Fyrir lágu makaskiptasamningur og afsal ásamt tveimur afnotasamningum milli Vestmannaeyjabæjar og ríkissjóðs vegna Flugstoða ohf. vegna nokkurra landspildna í nágrenni flugvallarins.

Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra framgang málsins.

8. mál: 200706196 - Fyrir lá kynning á stöðu mála vegna menningarhúss í Vestmannaeyjum.

Gunnlaugur Grettisson gerði grein fyrir málinu.

9. mál : 200706060- Fundargerðir nefnda:

a) Framkvæmda- og hafnarráð nr. 22 frá 4. júní sl.

b) Fjölskylduráð nr. 5 frá 6. júní sl.

c) Menningar- og tómstundaráð nr. 42 frá 7. júní sl.

d) Umhverfis- og skipulagsráð nr. 62 frá 13. júní sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 12.55

Páley Borgþórsdóttir

Páll Scheving

Gunnlaugur Grettisson

Elliði Vignisson