Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 400

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
15.04.2024 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bjartey Hermannsdóttir aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202310047 - Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5)
Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrra háspennustrengja til Vestmannaeyja, Vestmannaeyjalínu 4 og 5 (VM4 og VM5).

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi skv. skipulagslögum 123/2010, með fyrirvara um að skipulagsákvæði varðandi frágang leiðar eftir framkvæmdir og gerð göngustíga verði uppfærð fyrir fund bæjarstjórnar, sbr. umræðum á fundi.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
A1664-005-U05 Aðalskipulagsbreyting vegna lagningar VM4 og VM5.pdf
VE4 og VE5 Leiðarval í Vestmannaeyjum 15.apríl.pdf
Minnisblað um frágang fyrir skipulag.pdf
2. 202311026 - Athafnasvæði AT-4 - Breytt aðalskipulagsmörk og deiliskipulag
Tekið inn til umræðu tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breyttra skipulagsmarka og nýrra byggingarreita við AT-4.
Lagðar eru fram til umræðu uppfærðar teikningar fyrir fyrirhugaðar byggingar við lóð að Ofanleitisveg 26 en breytingarnar eru til þess fallnar að milda og draga úr ásýnd mannvirkja á lóðinni.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins og að vinna ásýndarmyndir fyrir áframhaldandi mótun skipulagsáætlana.
3. 202404081 - Fyrirspurn vegna deiliskipulags á reit við Skildingaveg 16
Fyrirliggur fyrirspurn fasteignaeigenda á reit við Skildingaveg 16 vegna áhuga á breyttu deiliskipulagi á reit sem samanstendur af fasteignum við Skildingaveg 14, Skildingaveg 16 og Strandveg 66. Áætlanirnar fela í sér aukinn hæðafjölda og breytt fyrirkomulag þakgerðar.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.
4. 202404063 - Illugagata 62. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn frá lóðarhafa Illugagötu 62. Sigmar Gíslason sækir um leyfi fyrir viðbyggingu, svalir á vesturhlið, í samræmi við innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 47. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.
Adaluppdrættir 2.pdf
Adaluppdrættir 3.pdf
Adaluppdrættir 4.pdf
Adaluppdrættir 5.pdf
Adaluppdrættir 6.pdf
Adaluppdrættir 1.pdf
5. 202404015 - Umsókn um afnot af Herjólfsdal vegna Þjóðhátíðar 2024
Fyrirliggja umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00.
Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4 ágúst 2024.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 25.8.2024 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 31.8.2024.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti afnot af porti við Hvítahúsið fyrir húkkaraball.

Ráðið samþykkir lokun á götu við Miðstræti. Enn fremur vill ráðið setja sem skilyrði um að svæðinu og nærumhverfi sé haldið snyrtilegu alla helgina og að allt rusl verði hreinsað á svæðinu samdægurs.
Umsókn ÍBV-ÞH24-Dagssvið og Húkkari-uppfært.pdf
ÍBV-Miðstræti-Undirritað.pdf
Leyfisumsókn ÞH24 Húkkari og Dagssvið UogS.pdf
6. 202204040 - Stóri plokkdagurinn
Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks meðal íbúa að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að auglýsa stóra plokkdaginn, útfæra viðburðinn og leita eftir samstarfi við bæjarbúa og félagasamtök um þátttöku.
Fundargerð
7. 202404002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 47

Niðurstaða
Lagt fram.
7.1. 202402087 - Strandvegur 45A. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Herjólfur stúka nr.4 I.O.O.F. Strandvegi 45A. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið og breytingum á húsnæði félagsins Strandvegi 45A, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Erindi samþykkt í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa dags. 11. apríl 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.
7.2. 201807084 - Strandvegur 104. Umsókn um byggingarleyfi í Botni Friðarhafnar.
Tekið fyrir erindi frá Strandvegi 104 ehf., sótt er um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta er varðar breytta notkun á 3 hæð, vatnsgeymi við vesturhlið og flóttaleið frá 3h. í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Bragi Magnússon
Erindi samþykkt í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa dags. 11. apríl 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.
7.3. 202404016 - Skátastykki. Umsókn um byggingarleyfi - geymsla
Skátafélagið Faxi, sækir um leyfi fyrir geymslubyggingu á lóð félagsins í Skátastykki, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Erindi samþykkt.
7.4. 202404063 - Illugagata 62. Umsókn um byggingarleyfi
Sigmar Gíslason, Illugagötu 62 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu, svalir á vesturhlið, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
7.5. 202404072 - Skólavegur 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi Sjónver ehf., Skólavegi 1. Anton Örn Eggertsson fh. AR Veitinga ehf. sækir um innanhúsbreytingar á veitingastað í rými 0101 og á útliti suðurhliðar, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Ólafur Tage Bjarnason
Breytingar á rými 0101 er samþykktar. Hurð á suðurhlið, frá rými 0101 er samþykkt með fyrirvara um samþykki á lóðarbreytinum Skólavegi 1 og 3.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta