Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 384

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
17.04.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir , Eyja Bryngeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Björg Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna mætti á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik-, grunn- og tónlistarskóla
Deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála fór yfir umsóknir í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2024. Alls bárust átta umsóknir í sjóðinn þetta árið. Fimm verkefni hljóta styrk að heildarupphæð 4.350.000,-.

Niðurstaða
Umsækjendum er þakkað umsóknirnar. Umsóknum verður svarað fyrir 30. apríl nk. eins og reglur sjóðsins gera ráð fyrir. Styrkirnir verða síðan afhentir við sérstaka athöfn þann 23. maí nk.
2. 202404083 - Skólaskrifstofa Vestmannaeyja
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála kynna umfang og verkefni skólaskrifstofu og þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpi að nýjum skólaþjónustulögum sem liggja í samráðgátt stjórnvalda.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:47 

Til baka Prenta