Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 305

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23.04.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður,
Sæunn Magnúsdóttir varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Rannveig Ísfjörð aðalmaður,
Hannes Kristinn Sigurðsson aðalmaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202404001 - Gjábakki
Á fundi 304 var hafnarstjóra falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan kostnað.

Niðurstaða
Ráðið telur tillögu 2 ákjósanlegasta kostinn þar sem sá kostur býður upp á móttöku á ekjufraktskipum en slík aðstaða er ekki til staðar í dag. Með slíkri aðstöðu aukast tekjumöguleikar hafnarinnar. Ráðið felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hafnarstjóra að hefja vinnu og undirbúning að tillögu 2 (áfangi 1) í samstarfi við Vegagerðina.
2024 Gjábakki og KleifarTL3 nýtt.pdf
2024 Gjábakki og KleifarTL2 nýtt.pdf
Minnisblað Gjábakkakantur.pdf
2. 202401057 - Dýpkun 2024
Áætlað var að fara í umfangsmikla dýpkun í höfninni 2023 og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Seinkun varð á verkinu og hafist var handa í upphafi árs 2024. Því mun kostnaður vegna dýpkunar falla allur á árið 2024. Hafnarstjóri óskar eftir því að ráðið feli framkvæmdastjóra sviðsins að útbúa minnisblað til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna tafa á verkinu. Um er að ræða fjármagn sem áætlað var á síðasta ári en var ekki nýtt.

Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fram minnisblað í bæjarráð með ósk um tilfærsluviðauka vegna framkvæmdarinnar.
3. 202206134 - Stytting Hörgaeyrargarðs
Starfsmenn sviðsins lögðu fram vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári. Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í fjárhagsáætlun þessa árs. Fyrirhugað var að fara í ofangreinda framkvæmd á árunum 2025-2026. Framkvæmdastjóri sviðs og hafnarstjóri kynntu fyrirhugaðar tilfærslur á framkvæmdinni og ástæður þess fyrir bæjarfulltrúum og sátu formaður og varaformaður ráðsins kynningarfundinn.

Niðurstaða
Ráðið tekur undir mikilvægi þess að framkvæmdinni verði flýtt og leggur til að farið verði í 40m styttingu á Hörgaeyrargarði á þessu fjárhagsári. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að hefja deiliskipulagsvinnu og undirbúa umsókn um framkvæmdaleyfi. Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fram minnisblað í bæjarráð með ósk um tilfærsluviðauka vegna framkvæmdarinnar.
4. 202310097 - Framkvæmdir 2024
Framkvæmdastjóri fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi og eru fyrirhugaðar á árinu. Þar má nefna malbikun, kortleggja ástand gangstétta og búningsklefar við íþróttamiðstöð.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:11 

Til baka Prenta