Gönguleiðir


Hiking routes in English

Stórhöfði

Klukka
Fjall4 Hringleid
       
30 mín. 155 m 3 km   Boots  Lundiklar  Fjolskylda1

Gangan hefst í Klauf og gengið er upp Höfðann vestanverðan í átt að fuglaskoðunarhúsinu. Áfram er haldið meðfram bjarginu að Kaplapyttum og suður Stórhöfða í átt að Lambhillu. Þaðan er haldið austur í átt að Höfðahelli sem er manngengur þó hrunið hafi töluvert ofan í hann á seinni árum. Síðan er gengið aftur að Klauf.

Stórhöfði er syðsti punktur Heimaeyjar. Þar er fuglalíf mikið, og rétt hjá er fuglaskoðunarhús. Útsýni yfir Heimaey í norður er einstaklega fallegt og á suð-vestur hlið Stórhöfða er einnig stórkostlegt útsýni yfir nálægar eyjar. 

Á höfðanum er syðsti og jafnframt einn elsti viti landsins, Stórhöfðaviti, en hann hefur verið í notkun síðan 1906. 

Á Stórhöfða er veðurathugunarstöð sem sögð er vera vindasamasta veðurstöð í Evrópu. Þar hafa marg oft verið slegin met hvað varðar veður en til að mynda hefur þar verið mældur lægsti loftþrýstingur á landi í Evrópu. 

Í seinni heimstyrjöldinni voru braggar á Stórhöfða þar sem hermenn frá ýmsum þjóðum höfðu aðsetur þar sem hentugt var að fylgjast með sjó- og flugferðum á syðsta punkti Íslands. 

Gangan er tilvalin fyrir fjölskyldufólk og þá sem hafa ekki mikla reynslu af fjallgöngum.

Þú ert á þína eigin ábyrgð.

Storhofdi-kort