17. apríl 2024

Staða leikskólakennara/leiðbeinanda á Kirkjugerði

Leikskólinn Kirkjugerði óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan kennara í 100% starf sem fyrst.

Kennarar í Félagi leikskólakennara hafa kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir kennarar taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrafrí grunnskóla er, í dymbilviku og með lengra sumarfríi samtals 21,9 dagar á hverju skólaári. Tekið er neysluhlé einu sinni á dag.

 Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð

Helstu verkefni:
Uppeldi og menntun:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Stjórnun og skipulagning:

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

Foreldrasamvinna:

  •  Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  •  Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2024.

ATH. Ef leikskólakennari eða annar háskólamenntaður einstaklingur fæst ekki til starfa munum við ráða í stöðu leiðbeinanda í leikskóla

Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til leikskólastjóra á netfangið eyja@vestmannaeyjar.is merkt „Leikskólakennari/leiðbeinandi á Kirkjugerði“.

Frekari upplýsingar gefur Eyja Bryngeirsdóttir skólastjóri Kirkjugerðis í síma 488-2280.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.