15. apríl 2024

Laus staða deildarstjóra í Hamarsskóla

Haustið 2024 mun Grunnskóli Vestmannaeyja skiptast í tvær sjálfstæðar einingar, Barnaskóla og Hamarsskóla. Óskað er eftir deildarstjóra í Hamarsskóla sem mun þá starfa undir skólastjóra Hamarsskóla og vera þátttakandi í stjórnendateymi þvert á báða skóla sem skólaskrifstofan leiðir.

Í skólastarfinu er lögð áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og góðan námsárangur en jafnframt er sérstök áhersla á þróunarverkefnið Kveikjum neistann.

Helstu verkefni:

• Er þátttakandi í stjórnunarteymi skólans og leiðandi í faglegri umræðu.

• Sinnir ráðgjöf til kennara, foreldra og nemenda.

• Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með skólastarfi á sínu skólastigi.

• Kemur að skipulagi skólastarfs í samvinnu við skólastjóra.

• Vinnur með og í samráði við skólastjóra, kennara og sérfræðingateymi skólans að lausn agavandamála og annarra persónulegra mála einstakra nemenda eða hópa nemenda.

• Heldur utan um og skráir forföll starfsmanna.

Hæfniskröfur:

• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

• Stjórnunarreynsla er kostur.

• Samstarfshæfni og góð færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.

• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

• Metnaður í starfi og áhugi á þróunarverkefninu Kveikjum neistann.

• Þekking á skipulagi skólastarfs í Hamarsskóla er kostur.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 1. ágúst.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á annaros@grv.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri, annaros@grv.is eða S:4882202.

 

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.