30. apríl 2024

Fjölbreytt starf í stuðningsþjónustu og dagdvöl laust til umsóknar

Hlutverk stuðningsþjónustu er að aðstoða þjónustuþega sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og eða til að rjúfa félagslega einangrun. 

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á þjálfun, tómstundaiðju og félagslegan stuðning.

Starfshlutfall: 80% -100%
Vinnufyrirkomulag: Unnið er að jafnaði í dagvinnu virka daga. Einhverjar vaktir í kvöld- og helgarvinnu.
Ráðningartímabil: 01.06.24-31.08.24 

Helstu verkefni: Að veita aðstoð við almennt heimilishald, aðstoð með innkaup , félagslegan stuðning og aðstoð með persónulega umhirðu. Eftirlit með og félagslegur stuðningur við einstaklinga sem koma í dagdvöl, aðstoð við virkni og önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starflýsingu starfsmanns í stuðningsþjónustu og dagdvöl. 

Hæfniskröfur:
• Hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð
• Hafa áhuga á að vinna með fólki
 • Vera stundvís og samviskusamur
• Góð samskiptahæfni 

____________________________________________________________________________

Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf.

Laun skv. kjarasamningi Stavey/Drífandi Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri stuðningsþjónustu í síma 488 2607, kolla@vestmannaeyjar.is eða deildarstjóri á Bjarginu dagdvöl ragnheidurg@vestmannaeyjar.is

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.