Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 343

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
05.05.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Rannveig Ísfjörð 2. varamaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Sara Sjöfn Grettisdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Umræður um endurskoðun á reglum sjóðsins.

Niðurstaða
Tillögur að breytingum verða lagðar fyrir á næsta fundi ráðsins.
2. 202103136 - Stefna og verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar um túlkaþjónustu
Framkvæmdastjóri sviðs kynnti stefnu og verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar um túlkaþjónustu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og fagnar að þessi þjónusta sé í boði.
Stefna og verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar um túlka febrúar 2021.pdf
3. 202104149 - Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna
Fræðslufulltrúi kynnti nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er fyrir GRV, leikskólana, FÍV, Tónlistarskóla, Frístund og félagsheimilið. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með að nú sé hægt að vinna eftir þessum verkferli.
Verkferill vegna gruns um ofbeldi_drög.pdf
4. 201504054 - Skimanir. Skimun í leik- og grunnskólum Vestmannaeyja. Athuganir. Rannsóknir.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður út Talnalykli sem er skimunarpróf í stærðfræði og mælir færni nemenda í grunnþáttum. Prófið er lagt árlega fyrir nemendur í 3. og 6. bekk. Kennsluráðgjafi skólaskrifstofu leggur prófið fyrir og vinnur, ásamt kennurum, áætlun um markvissa þjálfunarvinnu í stærðfræði í kjölfarið.
Prófið var lagt fyrir 3. bekk í desember 2020 og þá voru 23 nemendur (49%) sem náðu ekki hundraðsröð 70. Þeir nemendur fengu aukna þjálfun í stærðfræði og að auki fór árgangurinn í markvissa þjálfun í skóla og heima í grunnaðgerðum stærðfræðinnar. Prófið var lagt aftur fyrir í mars og voru þá fjórir nemendur (8%) sem ekki náðu hundraðsröð 70. Meðaltal árgangs hækkaði úr 8,5 upp í 11,7 milli fyrirlagna.
Prófið í 6. bekk var einnig lagt fyrir í desember og þá voru 37 nemendur (70%) sem náðu ekki hundraðsröð 50 en eftir markvissa þjálfun voru 16 nemendur (30%) sem ekki náðu hundraðsröð 50. Meðaltal árgangs hækkaði úr 23,1 upp í 29,8

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna. Þessar niðurstöður sýna að markviss þjálfun í kjölfar mælinga og góð eftirfylgni skilar tilætluðum árangri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17;37 

Til baka Prenta