Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 263

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
06.05.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Silja Rós Guðjónsdóttir yfirgaf fundinn eftir 2. mál.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

Niðurstaða
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
3. 201910049 - Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar
Framkvæmdastjóri sviðs fer yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa eldri borgurum skilyrði til að búa eins lengi og kostur er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf. Þjónusta eins og stuðningsþjónusta, húsnæðismál aldraðra, akstursþjónusta, heimsendur matur, dagdvöl, þjónustuíbúðir,forvarnir og heilsuefling, rekstur Kviku, samstarf og samráð við félagsstarf aldraðra, öldungarráð og ýmiss stuðningur s.s. niðurgreiðslur vegna garðsláttar, afsláttur á fasteignagjöldum, frítt í sund er meðal verkefna sveitarfélagsins. Framkvæmdastjóri leggur til að skoðaður verði möguleiki þess að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum í annað húsnæði og starfsemi þess efld.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna. Vestmannaeyjabær hefur veitt þessum aldurshópi góða þjónustu í gegnum tíðina og ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að Vestmannaeyjabær haldi áfram að þjónusta þennan aldurshóp eftir fremsta megni. Ráðið samþykkir tillögur framkvæmdastjóra að skoða möguleika þess að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum í annað húsnæði og honum falið að leggja til mótaðar kostnaðartölu um starfsemina.
4. 201811022 - Heilsuefling fyrir eldri borgara
Vestmannaeyjabæ hefur borist boð um nýjan samstarfssamningi vegna verkefnisins "Fjölbreytt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum".

Niðurstaða
Ráðið er jákvætt fyrir boði um nýjan samstarfssamning vegna verkefnisins, Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum. Áður en ráðið tekur endanlega afstöðu óskar ráðið eftir umsögn frá Stjórn Félags eldri borgara og Öldungaráði. Ráðið tekur svo afstöðu þegar umsagnirnar hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:51 

Til baka Prenta