Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 351

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
06.09.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Hörður Þórðarson 1. varamaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202106023 - Hvítingavegur Deiliskipulag
Skipulagsfulltrúi kynnir drög að skilmálum fyrir nýjar lóðir við Hvítingaveg og við Skólaveg.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna tillöguna áfram og í framhaldinu kynna hana.
A1519-011-U02 Hvítingavegur drög að skilmálum.pdf
2. 202108074 - Strandvegur 109. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Festi ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á lóð sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
801 N1-Friðarhöfn.pdf
3. 202108031 - Vestmannabraut 38 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Katrín Laufey Rúnarsdóttir sækir um leyfi til að gera tvo glugga á vestur hlið Vestmannabrautar 38, fjarlægja hurð á suður hlið byggingarinnar og breyta gluggum, sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið með fyrirvara um skriflegt samþykki meðeigenda að Vestmannabraut 38.
023_Tigull_vestmannabraut 38.pdf
4. 202109023 - Miðgerði
Fyrirspurn hefur borist varðandi byggingar lóðir í Miðgerði. Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu svæðisins.

Niðurstaða
Lóðir í Miðgerði eru ekki hæfar til úthlutunar eins og staðan er í dag en gera þarf fornleifa rannsóknir á svæðinu.
5. 202106203 - Umhverfisviðurkenningar 2021
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2020 voru afhent 4. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu.
Umhverfisviðurkenningar árið 2021 eru:
Snyrtilegasta fyrirtækið: Tanginn. Hafdís Kristjánsdóttir og Páll Scheving.
Snyrtilegasti garðurinn: Faxastígur 25. Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Vignisson.
Snyrtilegasta eignin: Strembugata 22. Friðrik Páll Arnfinnsson og Ragnheiður Vala Arnardóttir
Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 34 (Fell). Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir og Magnús Ingi Eggertsson
Framtak á sviði umhverfismála: Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju og vill einnig þakka starfsmönnum þjónustumiðstöðvar, íbúum og fyrirtækjum í bænum fyrir góða umhirðu í bænum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til baka Prenta