Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 366

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
13.06.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir 1. varamaður,
Kristín Bernharðsdóttir 2. varamaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202106119 - Deiliskipulag Miðbæjar
Samráðsferli vegna breyting á deiliskipulag miðbæjar milli Bárugötu, Vestmannabrautar, Kirkjuvegs og Miðstrætis hefur verið í gangi. Samtöl hafa verið við íbúa á svæðinu og umsagnir borist. Skipulagsfulltrúi kynnir athugasemdir og umsagnir íbúa.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur skipulagfulltrúa að halda áfram vinnu að skipulagsbreytingunni.
2. 202106023 - Hvítingavegur Deiliskipulag
Lagt fram til ákvörðunar breytingar á skilmálum og auglýsing skipulagsbreytinga í B-deild Stjórnartíðinda.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
Upphaflegt svar Skipulagsstofnunar Breyting á deiliskipulagi miðbær Vestmannaeyja Hvítingavegur 7-13 og Skólavegur 21c.pdf
Breyting á deiliskipulagi miðbær Vestmannaeyja, Hvítingavegur 7-13 og Skólavegur 21c.pdf
Hvítingavegur og Skólavegur í Vestmannaeyjum Umsögn Minjastofnunar.pdf
3. 202206063 - Kynning á úthlutun lóða - Áshamar 79-93
Lóðir við Áshamar 79-93 voru auglýstar lausar til umsagnar á tímabilinu 21. apríl - 5. maí 2022. Aðeins barst umsókn frá einum umsækjanda, SA-Smíðar ehf. Skipulagsfulltrúi kynnir úthlutinina.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
4. 202205081 - Dverghamar 27-29. Umsókn um lóð
Fundur fasteignafélag ehf. sækir um lóð að Dverghamri 27-29.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað og skilmála skipulagsáætlunar vesturbæjar frá 1973. Umsækjandi skal skila inn teikningum og hefja framkvæmdir fyrir 13. febrúar 2023.
5. 202205164 - Umsókn um lóð
Þórður Svansson sækir um lóð að Ofanleitisveg 10.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Umsækjandi skal skila inn teikningum og hefja framkvæmdir fyrir 13. febrúar 2023.
6. 202205084 - Umsókn um framlengingu til að skila teikningum
Ríkarður Tómas Stefánsson sækir um framlendan tíma til að skila inn teikningum fyrir Nýjabæjabraut 2. Frestur til að skila inn teikningum rann út 22. maí en umsóknin hafði borist fyrir þann tíma.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Frestur til að skila teikningum er til 22. september 2022.
7. 202204072 - Hrauntún 31 - Stækkun á innkeyrslu
Gunnar Rafn Ágústson sækir um stækkun á innkeyrslu að Hrauntúni 31 sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir stækkun á bílastæði, þannig að heildarbreydd núverandi innkeyrslu og viðbótar innkeyrslu verði að hámarki 7,5 m sbr. vinnureglum um bílastæði á lóð. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa skv. umræðum á fundi.

Breytingar á gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal vera í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
20220411_120914.pdf
Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.pdf
8. 202206060 - Umsókn um skreytingar í miðbæ
Heimabær Miðbæjarfélag óskar eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ með skrautmálun á norðurvegg á húsnæði Axel Ó og gangstíg á Bárustíg samanber innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir samstarf um verkefnið og felur starfsfólki sviðsins að taka samtalið, fá tímalínu, verklýsingu og hugmyndir. Einnig er starfsfólki falið að semja við listamenn. Kostnaður á að rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Erindi á skrautmálun.pdf
Veggur Axeló.pdf
Gangstétt á Bárustíg.pdf
9. 202206059 - Umhverfisviðurkenningar
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja hafa verið veitt sl. ár í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Í ár verða veittar viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
-Snyrtilegasta fyrirtækið
-Snyrtilegasti garðurinn
-Snyrtilegasta eignin
-Vel heppnaðar endurbætur
-Framtak á sviði umhverfismála

Niðurstaða
Ráðið felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum frá bæjarbúum, að leita liðsinnis Rótarýklúbbsins við valið og framgang vegna umhverfisviðurkenninga ársins 2022.
10. 202206058 - Lundaveiði beiðni um umsögn
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2022.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að kalla eftir áliti Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiði 2022.
11. 202201090 - Samkomulag um landgræðslu á Heimaey með laxamykju
Þann 7. júní 2022 skrifuðu Vestmannaeyjabær, Icelandic Land Farmed Salmon og Landgræðsla Íslands unir samkomulag um landgræðslu á Heimaey með laxamykju. Samkomulagið felur í sér gerð áætlunar um nýtinguna og til stendur að skipa starfshóp um málið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa framgang málsins fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Samkomulag um landgræðslu á Heimaey með laxamykju.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42 

Til baka Prenta