Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 365

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
09.05.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bryndís Gísladóttir 2. varamaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202204041 - Ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags - Faxastígur 36

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 202205037 - Fyrirspurn um afnot af Herjólfsdal vegna Þjóðhátíðar
Íþróttabandalag Vestmannaeyja sækir um afnot af Herjólfsdal frá 28. júlí til 1. ágúst 2021 vegna Þjóðhátíðar.

Félagið óskar einnig eftir afnotum að Skipasandi fyrir Húkkaraballið og nýs sviðs sem er á hugmyndastigi, verði að þeirri framkvæmd, fimmtudaginn 28. júlí til sunnudagsins 31. júlí.
Verði fallið frá hugmyndinni óskar félagið eftir portinu bak við Hvítahúsið til vara fyrir Húkkaraball félagsins fimmtudaginn 28. júlí, líkt og undanfarin ár.

Eins og undanfarin ár þá mun félagið kappkosta við að koma umhverfinu í samt lag sem fyrst eftir viðburðina.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 14/8 2022 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2022.

Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara um staðsetningu húkkaraballs.
Ums.pdf
3. 202205040 - Umsókn um landspildu fyrir tómstundabúskap
Stefán Páll Páluson sækir um afnot af landsspildu sunnan Helgafells fyrir hænur og trjáræk sbr. meðfylgjandi teikningu. Á landinu eru nú húskofi.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og veitir umsækjanda afnot af landspildunni til eins árs með möguleika á framlengingu.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að skilgreina svæðið. Umsækjandi ber að skila svæði í sama ástandi en þegar því var úthlutað.
Umsókn um landspildu.pdf
4. 202205053 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir boga
Sigrún Arna Gunnarsdóttir, fyrir hönd Miðbæjarfélgs Vestmannaeyja sækir um að uppsetningu á boga við gatnamót Bárustígs og Strandvegar.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
Umsókn um framkvæmdaleyfi boi.pdf
Teikning af boga.pdf
Fundargerð
5. 202205003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19

Niðurstaða
Lagt fram til kynningar.
5.1. 202204024 - Suðurgerði 8. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Valur Andersen fh. Geirfuglasker ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Suðurgerði 8, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5.2. 202204025 - Suðurgerði 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Valur Andersen fh. Geirfuglasker ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Suðurgerði 10, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5.3. 202204020 - Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Jónas Bergsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og stækkun á íbúðarhúsi Áshamri 30, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5.4. 202204071 - Kirkjuvegur 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson fh. Vigtin - Fasteignafélag ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðina Kirkjuvegur 29, í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða flutning og endurbyggingu á Dal (1906) sem stendur á lóð nr. 35 við Kirkjuveg.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5.5. 202204074 - Ofanleitisvegur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórður Kristján Karlsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi Ofanleitisvegi 14, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Sigurður Hafsteinsson
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5.6. 202205016 - Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
Gunnar Björnsson eigandi íbúðar 2183903 í fjölbýlishúsi Hilmisgötu 1, sækir um leyfi fyrir að setja svalir og hurð á norðurhlið hússins, í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:58 

Til baka Prenta