Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 271

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
25.11.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Sigurjón Viðarsson sat fundinn í stað Estherar Bergsdóttur sem boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202101039 - Sískráning barnaverndarmála 2021
Sískráning barnaverndarmála fyrir september og október 2021

Niðurstaða
Í september bárust 12 tilkynningar vegna 11 barna, mál 10 barna var til frekari meðferðar.
Í október bárust 15 tilkynningar vegna 12 barna, mál 10 barna var til frekar meðferðar.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
3. 202011064 - Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stöðu mála hjá Vestmannaeyjabæ. Umrædd lög taka gildi 1. janúar nk. og ná til þjónustu sem veitt er á vettvangi ríkis og sveitarfélaga m.a. innan skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu sveitarfélaga, auk verkefna lögreglu. Áherslan verður á snemmtækan stuðning, afnám hindrana við aðgang að þjónustu og aukið samtal milli þjónustukerfa. Vestmannaeyjabær er í ágætum málum varðandi innleiðingu á umræddum lögum þar sem unnið hefur verið í anda þeirra frá árinu 2006. Áherslan hefur verið á snemmtækan stuðning, samnýtingu starfsmanna milli stoða, skapa breiðan þekkingargrunn í þjónustu, stytta boðleiðir og samstarf bæði innan og utan þjónustukerfis sveitarfélagsins. Á næstu mánuðum verður unnið með innleiðingu laganna m.a. kynningu og fræðslu, þróun framtíðarsýnar, skerpt á verkferlum o.fl.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og fagnar umræddum lögum.
4. 202003036 - Viðbrögð vegna veiruógnunar
Ljóst er að miðað við stöðuna í dag búum við enn við nokkra hættu vegna kórónuveirunnar og því mikilvægt að gætt sé vel að öllum smitvörnum og fyrirmælum fylgt eftir. Sérstaklega er passað upp á viðkvæma hópa og þá fyrst og fremst eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem eru berskjaldaðir fyrir alvarlegum veikindum. Innan stofnana Vestmannaeyjabæjar er vel gætt að sóttvörnum m.a. í dagdvöl aldraðra, þjónustuíbúðum fatlaðs fólks, í stuðningsþjónustu, í Kjarnanum Strandvegi og Heimaey - vinnu og hæfingarstöð. Að auki er passað upp á sóttvarnir á skrifstofum fjölskyldu- og fræðslusviðs Kirkjuvegi 23, Íþróttamiðstöðinni og félagsheimilinu á Strandvegi. Fylgt er eftir öllum fyrirmælum og ráðleggingum sem koma frá Landlæknisembættinu. Einnig er fylgst vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum sem komið geta upp vegna kórónuveirunnar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar upplýsingarnar og hvetur alla til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum. Handþvottur, handspritt, notkun andlitsgríma er hluti af því auk þess að virða nálægðarmörk. Verum vakandi fyrir einkennum og förum í sýnatöku þegar einkenna verður vart. Einnig er mikilvægt að láta vita ef upp kemur smit eða grunur um smit.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:02 

Til baka Prenta