Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 345

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
03.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201906083 - Umsókn um afnot af Herjólfsdal
ÍBV-íþróttafélag sækir um afnot af Herjólfsdal frá 28. júlí til 2. ágúst 2021 vegna Þjóðhátíðar og eftir að fá að halda Húkkaraball félagsins fimmtudaginn 29. júlí í portinu bak við Hvítahúsið.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 20/8 2021 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2021. Þá samþykkir ráðið fyrir sitt leyti fyrirliggjandi staðsetningu á húkkaraballi.
2. 202104146 - Byggingaráform og breytt nýting - Flatir 16
Sigurjón Invarsson fyrir hönd Geldungs ehf. óskar eftir afstöðu ráðsins til fyrirhugaðra byggingaráforma á Flötum 16 sbr. innsendum gögnum.

Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið.
Flatir 16 Byggingaráform og breytt nýting fyrirspurn.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
3. 202104008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7
3.1. 202102009 - Miðstræti 9A. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Anita Sif Vignisdóttir f.h. húseigenda Miðstræti 9A sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 201,4m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Samþykkt
3.2. 202103024 - Hásteinsvegur 24. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Ingvar Örn Bergsson sækir um leyfi útlitsbreytingum, hækkun á þaki til austurs og nýjar svalir á norðurhlið sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 162m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Samþykkt
3.3. 201905122 - Ofanleitisvegur 20. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Guðmunda Hjörleifsdóttir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 02 bílskýli Ofanleitisvegur 20, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Samþykkt
3.4. 202104114 - Herjólfsgata 6. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurbjörn Hilmarsson Herjólfsgötu 6 sækir um leyfi fyrir sólhúsi vestan við íbúð jarðhæðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sólhús 19,1m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson.
Samþykkt
3.5. 202104141 - Heiðarvegur 46. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Geir Jón Þórisson Heiðarvegi 46 sækir um leyfi fyrir sólhúsi og steyptum palli vestan við íbúð efri hæðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sólhús 8,8m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta