Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 343

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
29.03.2021 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Thelma Hrund Kristjánsdóttir varamaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201903016 - Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll.
Tekin fyrir tillaga af nýju deiliskipulagi á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll.
Tillagan gerir ráð fyrir lóðum og byggingarreitum fyrir blandaða atvinnustarfsemi með það að leiðarljósi að fjölbreytt stafsemi verði á svæðinu.
Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.

Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1390-014-U04 Athafnasvæði við Dalaveg, deiliskipulagsgreinargerð.pdf
A1390-015-U11 Athafnasvæði við Dalaveg, deiliskipulagsuppdráttur.pdf
2. 202101095 - Breyting á deiliskipulagi í Áshamri
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af breyttu deiliskpulagi fyrir íbúðahverfi Áshamars ÍB-4
Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 10. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
A1507-002-U01 Áshamar, tillaga að breyttu deiliskipulagi.pdf
3. 202101094 - Breyting á deiliskipulagi H-2 austur hluti
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af breyttu deiliskpulagi fyrir hafnarsvæði H2 við Eiðið austur hluti. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 10. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
A1512-001-U01_eiði austur_skipulagsbreiting-A2.pdf
4. 202101093 - Breyting á deiliskipulagi H-2 vestur hluti
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af breyttu deiliskpulagi fyrir hafnarsvæði H-2 við Eiðið vestur hluti. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 10. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
A1512-003-U02_eiði vestur_deiliskipulagsbreyting.pdf
5. 202102009 - Miðstræti 9A. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Anítu Vignisdóttur, varðar breytingar á íbúðarhúsi Miðstræti 9A. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 5. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
20-869 Miðstræti 9a bn.pdf
6. 202103024 - Hásteinsvegur 24. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Ingvari Bergssyni, varðar breytingar á íbúðarhúsi Hásteinsvegi 24. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 5. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Hásteinsvegur-24-stækkun.pdf
7. 202011050 - Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja
Tekið fyrir frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.
Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021.

Niðurstaða
Eins og fram kemur í innsendu erindi er óskað eftir að fá flutning á minnismerki Þórs á lóð austan við Sjóbúð Björgunarfélagsins. Einnig kemur fram að Björgunarfélagið og lóðarhafi hafa gert með sér samkomulag um nýtingu á norð-austur hluta lóðarinnar fyrir merkið.
Ítrekað hefur verið við bréfritara að skriflegt samkomulag við lóðarhafa beri að skila til bæjaryfirvalda þar sem um er að ræða byggingarreit og lóðarhafi því að afsala sér byggingarrétti á umræddum reit. Ekki hefur verið brugðist við þessari ítrekun.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Minnismerki verður fært innan svæðisins samkvæmt gildandi skipulagi, sem samþykkt var 2013.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara bréfritara.
Minnisvarði VS Þór.pdf
8. 202103130 - Umsókn um innkeyrslu og breytingu á lóð við Kirkjuveg 67
Linda Rós Guðmundsdóttir sækir um nýja auka innkeyrslu og breytingu á lóð við Kirkjuveg 67 skv. meðfylgjandi teikningu.

Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að móta vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum innan lóða.
Almenn krafa sveitafélagsins er að bílastæði fyrir hús sé leyst innan lóðar og skulu reglurnar taka mið af því.
Kirkjuvegur 67 umsókn um innkeyrslu og breytingar á lóð.pdf
9. 202103131 - Stækkun lóðar við Strandveg 109 til vesturs
Elín G. Gunnlausdóttir fyrir hönd Festi hf. sækir um stækkun á lóð við Strandveg 109 skv. meðfylgjandi teikningu.

Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur starfsmönnum Umhverfissviðs að ræða við lóðarhafa í samræmi við umræður á fundinum.
Tillaga að breyttum lóðamörkum Strandvegur 109.pdf
10. 202103163 - Ofanleitisvegur 12 umsókn um frest til að skila inn teikningum
Guðrún Glódís Gunnarsdóttir sækir um frest til að skila inn teikningum fyrir Ofanleitisveg 12.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita frest til að skila inn teikningum til 14.05.2021.
11. 202103162 - Stóri plokkdagurinn 2021
Plokk á Íslandi. Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfissins 24. apríl næst komandi og er það von skipuleggjenda að sem flest sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki hvetji almenning til þátttöku og auðveld hann með hverskyns aðkomu og aðstoð.

Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að taka þátt í Stóra plokkdeginum sem verður laugardaginn 24 apríl. Umhverfissvið mun undirbúa daginn og verður dagskrá auglýst þegar nær dregur.
12. 202103154 - Styrkir frá Orkusjóð varðandi uppsetningu rafbílahleðslustöðva
Umhverfis- og framkvæmdasvið fékk nýlega úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu áform um uppsetningu fyrstu stöðvanna sem ráðist verður í.

Niðurstaða
Lagt fram og kynnt.
Samþykkt á stykrveitingum frá Orkusjóði.pdf
13. 202103189 - Fyrirspurn til Skipulagsráðs
Sindri Ólafsson sendir ráðinu bréf og óskar eftir afstöðu ráðsins til uppbyggingar ferðaþjónustu með skipulagðar Zipline ferðir. Verkefnið er að setja upp Zipline brautir og bjóða upp á gönguferð með leiðsögn ásamt Zipline salíbunum. Fyrirhugað er að setja upp 3-4 línur í mismunandi lengdum, frá 100 og upp í 250 metra sbr. innsent erindi.

Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið og er vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.
Fyrirspurn Sindri Ólafs Zip line.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
14. 202103005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5

Niðurstaða
Haldinn var 5. afgreiðslufundur byggingafulltrúa þann 24.03.2021.
14.1. 202102009 - Miðstræti 9A. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir frestað erindi.
Anita Sif Vignisdóttir f.h. húseigenda Miðstræti 9A sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 201,4m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
14.2. 202103024 - Hásteinsvegur 24. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Ingvar Örn Bergsson sækir um leyfi útlitsbreytingum, hækkun á þaki til austurs og nýjar svalir á norðurhlið sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 162m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
14.3. 202102007 - Goðahraun 8. Umsókn um byggingarleyfi - nýbygging
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Þórður Svansson f.h. Trélist ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Goðahrauni 8 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 147,7m², bílgeymsla 42,3m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt
14.4. 202102052 - Goðahraun 14. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Óðinn Benónýsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Goðahrauni 14 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 1h. 95,5m², 2h. 195,2m², bílgeymsla 77m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson.
Samþykkt
14.5. 202102053 - Goðahraun 16. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Sævar Benónýsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Goðahrauni 16 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 1h. 95,5m², 2h. 195,2m², bílgeymsla 77m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson.
Samþykkt
14.6. 202102010 - Skólavegur 4A. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Andrés Þorsteinn Sigurðsson f.h. húseigenda Skólavegi 4A sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhæð ofan á atvinnuhúsnæði í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 118m², bílgeymsla 23,4m²
Teikning: Baldur Ó. Svavarsson.
Samþykkt
14.7. 202102071 - Vestmannabraut 22. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Sigurjón Pálsson f.h. eigenda sækir um leyfi fyrir breyttri notkun, viðbyggingu, veggsvölum og útlitsbreytingum í samræmi innsend gögn.
Teikning: Sigurjón Pálsson
Samþykkt
14.8. 202103098 - Ofanleitisvegur 15. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús
Valgeir Ólafur Kolbeinsson sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóðina Ofanleitisvegur 15 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sumarhús 80m²
Teikning: Þorgeir Jónsson
Samþykkt
14.9. 202103099 - Brattagata 17. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Hermann Sigurgeirsson Bröttugötu 17 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og stækkun á verönd sbr. innsend gögn.
Stærðir: Geymsla 28m², verönd 28m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson.
Samþykkt
14.10. 202103107 - Strandvegur 74. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús
Jörundur Kristinsson Strandvegi 74 sækir um leyfi fyrir sólhúsi á svalir vestan við íbúð í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sólhús 15m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt
14.11. 202103121 - Brimhólabraut 3. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Breki Örn Hjaltason Brimhólabraut 3 sækir um leyfi fyrir bílgeymslu þar sem eldri bílgeymsla stóð í norð-austurhorni lóðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 65m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Samþykkt
14.12. 202103135 - Ægisgata 2. Umsókn um byggingarleyfi - innrétting 3h.
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir að innrétta 3 hæð Ægisgötu 2 í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta