Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 334

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
26.10.2020 og hófst hann kl. 16.05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201604099 - Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ
Lögð fram að nýju drög að deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar að lokinni kynningu. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. Farið yfir bréf sem bárust á kynningartíma.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að svara bréfriturum og áframhaldandi vinnu við tillögu skipulagsins.
2. 202009007 - Breytingar á deiliskipulagi á Eiði
Erindi frá framkvæmda- og hafnarráði.
Fyrir liggur að mögulegt er að bæta við byggingarlóðum á Eiði með því að nýta það svæði sem verið hefur undir hliðarfærslur upptökumannvirkja. Til að slíkt sé gerlegt þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á nýtingu landsvæðis. Mikilvægt er að horft verði til framtíðar hvað varðar möguleika á uppbyggingu upptökumannvirkja og að hafa það í huga að ekki verði þrengt að þeirri stafsemi sem fyrir er.
3. 202009019 - Herjólfsgata 8. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa að lokinni grenndarkynningu.
Óðinn Magnús Óðinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda á lóð og lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
Herjólfsgata 8-teikning.pdf
4. 202010086 - Hólagata 45. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - garðveggir
Óttar Steingrímsson sækir um leyfi fyrir að rífa bílgeymslu í norð-austurhorni lóðar og byggja nýja 75m2 bílgeymslu í suð-austurhorni lóðar, í samræmi við framlögð gögn. Þá sækir lóðarhafi um leyfi fyrir garðveggjum. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 1. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Fyrir liggur undirritað samþykki nágranna.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2022-100-Aðaluppdráttur.pdf
5. 202010084 - Heiðarvegur 56. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla og viðbygging
Björgvin Björgvinsson hönnuður fyrir hönd lóðarhafa Heiðarvegi 56. sækir um leyfi fyrir 46m2 viðbyggingu við íbúðarhús í baklóð til vesturs og byggingu 70m2 bílgeymslu, í samræmi við framlögð gögn. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 1. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
0328-2-02 101 (1).pdf
0328-2-02 102 (1).pdf
Fundargerðir til staðfestingar
6. 202010011F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1
Fundargerð lögð fram til kynningar

Niðurstaða
Fundargerðir til kynningar
6.1. 202010041 - Áshamar 95-103. Umsókn um byggingarleyfi - raðhús
Svanur Örn Tómasson sækir um leyfi til að byggja 5 íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Áshamar 95-103, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 118,7 m², bílgeymsla 31,3 m².
Teikning: Kjartan Sigurbjartsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Samrýmist lögum nr. 160/2010.
6.2. 202010084 - Heiðarvegur 56. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla og viðbygging
Björgvin Björgvinsson hönnuður fyrir hönd lóðarhafa Heiðarvegi 56. sækir um leyfi fyrir 46m2 viðbyggingu við íbúðarhús í baklóð til vesturs og byggingu 70m2 bílgeymslu, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.3. 202010086 - Hólagata 45. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - garðveggir
Óttar Steingrímsson sækir um leyfi fyrir að rífa bílgeymslu í norð-austurhorni lóðar og byggja nýja 75m2 bílgeymslu í suð-austurhorni lóðar, í samræmi við framlögð gögn. Þá sækir lóðarhafi um leyfi fyrir garðveggjum.
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.4. 202009108 - Vestmannabraut 24. Umsókn um breytingar á fasteign
Hafþór Halldórsson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir fjölgun fasteigna í fjölbýlishúsi Vestmannabraut 24, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta