Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3162

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
05.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201902130 - Almenn umræða um stöðu loðnuveiða
Bæjarstjóri fór yfir þær jákvæðu fréttir að í lok síðustu viku hefði Hafrannsóknastofnun lagt til að hámarksafli loðnu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 yrði 904.200 tonn. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla í loðnu hefur ekki verið hærri frá árinu 2003. Í hlut Íslands koma rúm 662 þúsund tonn sem er hátt í tíu sinnum meira en síðasta vetur þegar kvóti Íslendinga var um 70 þúsund tonn

Rúmlega 30% af loðnukvótanum á Íslandi er hjá útgerðum í Vestmannaeyjum. Þessi tillaga hefur því mikil áhrif á tekjur fyrirtækja og starfsfólks hjá uppsjávarútgerðum og tengdum greinum, sem og allt samfélagið í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða
Bæjarráð fagnar því að allt stefni í stóra loðnuvertíð. Vægi loðnuveiða er mikið fyrir samfélagið eins og fram kom í skýrslu um áhrif loðnubrests, sem unnin var fyrir Vestmannaeyjabæ árið 2020. Fyrir þjóðarbúið í heild sinni eru þetta afar jákvæðar fréttir.
2. 202109030 - Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar
Bæjarráð tók fyrir bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 1. september sl., þar sem kynntar eru helstu nýjungar sem til stendur að taka inn í leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.

Í gær bárust svo upplýsingar frá ráðuneytinu um að búið væri að gefa út fyrrnefndar leiðbeiningar og eru sveitarfélög hvött til að huga að breytingum á samþykktum telji þau ástæðu til að heimila rafræna þátttöku bæjarfulltrúa og fulltrúa ráða á fundum á vegum bæjarins.


Niðurstaða
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fara yfir erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með hliðsjón af samþykktum Vestmannaeyjabæjar og leggja fyrir bæjarráð á ný.
Til allra sveitarfélaga_breytingar á reglum um ritun fundargerða.pdf
3. 202109101 - Björgunarskip Vestmannaeyja
Tekið var fyrir erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi Vestmannaeyjabæjar vegna kaupa á nýju björgunarskipi.

Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem fór í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Ríkissjóður Íslands mun fjármagna helminginn af kaupverðinu og Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnafélagið Landsbjörg hinn helminginn.

Með tilkomu þessa nýja björgunarskips styrkist þjónusta til muna og öryggi eykst, þar sem fólksflutningar sjóleiðina og komur skemmtiferðaskipa á svæðið, hefur aukist til muna síðustu ár.

Í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár óskar Björgunarfélagið eftir aðstoð við fjármögnun á skipinu með langtímasamningi til næstu ára.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipuleggja fund með bæjarfulltrúum, fulltrúum framkvæmda- og hafnarráðs, sem einnig fengu erindið, og fulltrúum Björgunarfélags Vestmannaeyja til þess að fjalla um erindi Björgunarfélagsins.
Nýtt Björgunarskip - Bæjarráð Vestmannaeyja.pdf
4. 201909001 - Atvinnumál
Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti framvindu átaksins "Veldu Vestmannaeyjar". Haft var samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið um að móta hugmyndir og tillögur um átakið. Verkefnið verður unnið eftir þeim forsendum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Fulltrúar Hvíta hússins komu á fund bæjarráðs og fóru yfir hugmyndir og tillögur að framkvæmd átaksins.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar kynninguna og samþykkir að halda átaksverkefninu áfram á þeim nótum sem kynntar voru bæjarráði af fulltrúum Hvíta hússins. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun halda bæjarráði upplýstu um framvindu verkefnisins.
5. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS
Lögð var fram til upplýsinga fundargerð 572. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var þann 3. september sl.

Jafnframt voru lagðar fram fundargerðir 900. og 901. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldnir voru 26. ágúst sl. og 24. september sl.
900 fundagerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
572.-fundur-stj.-SASS.pdf
901 fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta