Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3139

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
28.10.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Mikilvægt er að niðurstaða þeirra viðræðna verði ljós á allra næstu dögum sérstaklega í ljósi þess að búið er að segja öllum upp störfum hjá útgerðinni sem rekur skipið og taka þær uppsagnir gildi eftir fáeinar vikur. Mikilvægt er að halda starfsfólki félagsins upplýstu um gang mála.

Nú eru tæpir tveir mánuðir síðan flugfélagið Ernir ákvað fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld að hætta flugi til Vestmannaeyja. Ólíklegt er að flugfélög sjái sér hag í því að hefja flug í vetur án stuðnings.

Fordæmi eru fyrir því að flug hafi verið styrkt af hálfu ríkisins með litlum fyrirfara í sambærilegu millibilsástandi og hefur Vestmannaeyjabær tekið upp við samgönguráðuneytið að skoðuð verði leið til að tryggja flug hingað í vetur og er það nú til skoðunar í ráðuneytinu.

Flugrekstraraðilar hafa allir leyfi til að fljúga til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum, en það eru engir styrkir og engir samningar sem Vestmannaeyjabær gerir um flug, aðeins hvatning til rekstraraðila. Vestmannaeyjabær hefur aftur á móti sett fjármuni í markaðsátak sbr. sl. sumar sem ætti að nýtast fluginu.

Vestmannaeyjabær er hér eftir sem hingað til tilbúinn í samtal við hvern þann sem hefur áhuga á því að fljúga milli lands og Eyja.
2. 202010066 - Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber bæjarráði eða bæjarstjóra að leggja fram tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs eigi síðar en 1. nóvember. Bæjarstjórn ber að fjalla um fjárhagsáætlunina á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili og að lokinni umræðu skal afgreiða fjárhagsáætlunina eigi síðar en 15. desember.

Ljóst er að þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Þá munu ýmsar forsendur sem liggja að baki fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár koma fram seinna en áður, svo sem Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að mati sveitarstjórnarráðuneytisins eru því veigamikil rök fyrir að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana, óski þau eftir því. Ráðuneytið hefur af þessu tilefni ákveðið að veita eftirfarandi fresti:
a) Bæjarráð getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
b) Að lokinni afgreiðlsu bæjarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Framangreindir frestir taka ekki til þeirra lögákveðnu dagsetningar sem varða ákvörðun sveitarfélaga um álagningu útsvars, sbr, lög um tekjustofna. Skal slíkt gert eigi síðar en 1. desember og tilkynninning þess efnis send til fjármálaráðuneytisins eigi síðar en 15. desember.

Lagt er til að Vestmannaeyjabær sæki um fyrrgreinda fresti í ljósi þess sem að ofan greinir. Ekki liggja fyrir allar forsendur til þess að ljúka við gerð fjárhagsáætlunar 2021, svo sem Þjóðhagsspá og framlög úr Jófnunarsjóðnum, en mikilvægt er að þær liggi fyrir áður en afgreiðsla fjárhagsáætlunarinnar fer fram.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að sækja um fresti við framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 sbr. innbókunina hér að ofan.
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.pdf
3. 202002059 - Óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum
Bæjarráð ræddi drög að minnisblaði starfshóps um varaafl í Vestmannaeyjum, sem inniheldur hugmyndir um stofnun varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum og frumdrög að kostnaðaráætlun um slíka framkvæmd.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir drögin og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
4. 202008147 - Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála
Lögð var fram til upplýsinga stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála frá 16. október sl.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 16.10.2020 - RA.pdf
5. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS
Lagðar voru fram til upplýsinga fundargerðir 562. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 2. október sl. og 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 16. október sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 889.pdf
562.-fundur-stj.-SASS.pdf
6. 200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð
Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka fundargerð
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25 

Til baka Prenta