Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 344

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
19.04.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Silja Rós Guðjónsdóttir sat fundinn sem varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokks (D-lista).


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202104079 - Vestmannabraut 10. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Sævari Sveinssyni, umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 6. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Sævar Sveinsson Vestmannabraut 10 sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi Vestmannabraut 10, í samræmi við framlögð gögn.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
vestmannabraut 10 Vm ums 12_4_2021.pdf
21003-Lágafel_arkteiknl.pdf
2. 202104087 - Vesturvegur 28. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Ómar Djermoun, umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 6. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Ómar Djermoun sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi Vesturvegi 28, í samræmi við framlögð gögn.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðaluppdrættir Vesturvegur 28.pdf
Vesturvegur 28 Vm ums 7_4_2021.pdf
3. 202104077 - Vesturvegur 29. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Birni G. Sigurðssyni, umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 6. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Björn Grétar Sigurðsson sækir um leyfi fyrir tveggja hæða bílgeymslu sunnan við íbúðarhúsið Vesturvegi 29, í samræmi við framlögð gögn.

Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda.
aðaluppdr.-vesturvegur-29.pdf
4. 202104080 - Búhamar 62. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Val Má Valmundssyni, umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 6. Afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Valur Már Valmundsson sækir um leyfi fyrir bílgeymslu í norð- austurhorni lóðar Búhamri 62, í samræmi við framlögð gögn.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Buhamar-62-bilgeymsla-02.pdf
5. 202104081 - Kirkjuvegur 29. Umsókn um lóð og flutning á húsi.
Sigurjón Ingvarsson fyrir hönd Vigtin - Fasteignafélag sækir um lóð á Kirkjuvegi 29 þar sem til stendur að flytja hús sem nú stendur að Kirkjuvegi 35.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóðinni fyrir hús sem í dag stendur við Kirkjuveg 35.
kirkjuvegur-35-umsögn_MI.pdf
6. 201910057 - Umhverfisstefna undirbúningur
Umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu framvindu og næstu skref í gerð umhverfisstefnu Vestmannaeyjabæjar.
7. 202104099 - Uppbygging ferðamannastaða 2021
Nýlega var tilkynnt um stykri frá Uppbyggingasjóði ferðmannastaða fyrir árið 2021.

Vestmannaeyjabær fékk samþykkta styrki fyrir lundaskoðunarpalli á við lundaskoðunarhús á Stórhöfða og til gerð og merkingu gönuguleiða við Sæfell (Sæfjall).

Verkefnin eru kynnt umhverfis og skipulagsráði. Einnig er farið yfir stöðu verkefna sem fengu úthlutað styrki á síðastliðnu ári, göngustígagerða á Dalfjalli og Ofanleitishamar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og þakkar Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir styrkveitinguna.
Ákvörðun um styrk 2021 - Lundaskoðunarpallur.pdf
Ákvörðun um styrk 2021 Sæfell.pdf
Fundargerð
8. 202104005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6
8.1. 202104078 - Sólhlíð 4. Umsókn um byggingarleyfi - fjölbýlishús með bílakjallara
Sigurjón Ingvarsson fh. Vigtin Fasteignafélag ehf. sækir um leyfi til að byggja tvö tveggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni Sólhlíð 4-4a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir fyrir Sólhlíð 4 og Sólhlíð 4a:
Flatarmál 3.640,4 m²
Rúmmál 13.337,5 m³.
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt
8.2. 202102110 - Illugagata 64. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Gauti Þorvarðarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Illugagötu 64 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 120,9m², bílgeymsla 36,6m²
Teikning: Ólafur Tage Bjarnason
Samþykkt
8.3. 202102112 - Búhamar 8. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Kristján Gunnar Ríkharðsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 122,4m², bílgeymsla 37,6m²
Teikning: Kristinn Ragnarsson
Samþykkt
8.4. 202102113 - Búhamar 10. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Kristján Gunnar Ríkharðsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 122,4m², bílgeymsla 37,6m²
Teikning: Kristinn Ragnarsson
Samþykkt
8.5. 202104079 - Vestmannabraut 10. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Sævar Sveinsson Vestmannabraut 10 sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir Stækkun 60,5 m²,
Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.6. 202104087 - Vesturvegur 28. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Ómar Djermoun sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 40,9 m²,
Teikning: Mardis Andersen
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.7. 202104077 - Vesturvegur 29. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Björn Grétar Sigurðsson sækir um leyfi fyrir tveggja hæða bílgeymslu sunnan við íbúðarhúsið Vesturvegi 29, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 1 og 2h = 123,2 m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.8. 202104080 - Búhamar 62. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Valur Már Valmundsson sækir um leyfi fyrir bílgeymslu í norð- austurhorni lóðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 77 m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.9. 202103171 - Básaskersbryggja 2. Umsókn um byggingarleyfi - svalir
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Básaskersbryggju 2. Kristján Gunnar Ríkharðsson sækir um byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingum á norðurhlið, svalir á aðra og þriðju hæð auk glugga og hurða sbr. innsend gögn.
Teikning: Sigurjón Pálsson.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjölbýlishúsi.
Samþykkt
8.10. 202004071 - Strandvegur 14A. Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging og Hráefnistankar
Ísfélag Vestmannaeyja sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Strandvegur 14A í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér hækkun á norðurhlið ásamt breytingum á innra skipulagi.
Stærðir: Stækkun við verksmiðju: 1571,5 m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta