Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3138

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
19.10.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Bæjarráð hélt aukafund til þess að ræða stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina um rekstur Herjólfs ohf.

Á fundinn mættu fulltrúar samningnefndar Herjólfs, þeir Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson og Páll Guðmundsson, ásamt framkvæmdastjóra Herjólfs, Guðbjarti Ellerti Jónssyni.

Jafnframt komu á fundinn bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason.

Haldnir hafa verið fimm fundir í samninganefndinni.

Í ljósi eðli viðræðnanna er niðurstaða þessa fundar bókuð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála. Upplýst verður um viðræðurnar þegar niðurstaða liggur fyrir.

Lykilatriði í samningum um rekstur Herjólfs er að tryggja þá þjónustu sem íbúar í Vestmannaeyjum búa við í dag m.a. ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25 

Til baka Prenta