Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 332

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
21.09.2020 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202008033 - Strembugata 12. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu.
Ómar Björn Stefánsson Strembugötu 12. sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
_20200128_0001.pdf
2. 202008131 - Suðurgerði 2. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu.
Helen Dögg Karlsdóttir sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við kjallara sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
2017-02-101.pdf
3. 202009019 - Herjólfsgata 8. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Óðinn Magnús Óðinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda á lóð og lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Niðurstaða
Afgreiðslu frestað. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grendarkynna erindið sbr. 44 grein skipulagslaga.
Herjólfsgata 8-teikning.pdf
4. 202009081 - Brekkuhús. Umsókn um byggingarleyfi - sólstofa
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Valur Andersen sækir um leyfi fyrir sólstofu við íbúðarhús sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
KMBT_215_02131.pdf
5. 202009086 - Ofanleitisvegur 7. Umsókn um breytingar á bílskýli
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Baldur Þór Bragason sendir inn nýja aðaluppdrætti og sækir um breytingar á bílskýli sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
Ofanleitisvegur 7, með bílskýli 10.09.20, bygg.pdf
6. 202009087 - Nýjabæjarbraut 2. Umsókn um lóð
Birita í Dali og Ásgeir Helgi Hjaltalín sækja um byggingarlóða nr. 2 við Nýjabæjarbraut.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 21. mars. 2021.
7. 202009077 - Tangagata - stöðuleyfi fyrir veitingagám
Hallgrímur S Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir að staðsetja veitingagám og lagergám í bílastæði við Tangagötu sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
Umsókn um stöðuleyfi.pdf
8. 202009088 - Foldahraun 14-18. Fjölgun bílastæða - Ljósastaurar - Götuskápar
Tekið fyrir bréf frá íbúum í Foldahrauni 14 og 17. Bréfritarar sækja um leyfi til að nýta alla framlóðina fyrir bílastæði og óska eftir að ljósastaurar og götuskápar verði færðir til í götunni.

Niðurstaða
Ráðið gerir ekki athugasemdir við færslu á ljósastaurum og rafmagnskössum, og þar með stækkun á innkeyrslum, háð samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið.

Ráðið hafnar beiðni um að sveitarfélagið greiði kostnað vegna breytinga. Allar framkvæmdir og breytingar skulu vera á kostnað umsækjenda eins og í sambærilegum málum.
Færa ljósastaura.pdf
9. 202009085 - Reglubraut. Fyrirspurn til Skipulagsráðs.
Unnur Guðgeirsdóttir húseigandi við Reglubraut ritar ráðinu bréf og bendir m.a. á hraða umferð í götunni.

Niðurstaða
Ráðið vísar beiðni um breyttan umferðarhraða til Umferðarhóps og felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að ljúka frágangi götunnar.
Fyrirspurn til skipulagsráðs.pdf
10. 202009078 - Skipulagsmál - umræður
Starfsmenn tæknideildar kynna fyrir ráðinu fyrirliggjandi óskir lóðarhafa og framlagðar skipulagshugmyndir. Annars vegar varðandi deiliskipulag við Sólhlíð og hinns vegar varðandi endurskoðun á skipulagi miðhluta miðbæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta