Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1526

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
17.10.2017 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti,
Elliði Vignisson 1. varaforseti,
Páll Marvin Jónsson aðalmaður,
Trausti Hjaltason aðalmaður,
Stefán Óskar Jónasson aðalmaður,
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 201709003F - Fræðsluráð nr. 299 frá 26. september s.l.
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
liðir 2-4 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við umræðu um lið 1, tillaga um lækkun leiksskólagjalda tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Elliði Vignisson, Trausti Hjaltason, Páll Marvin Jónsson Stefán Óskar Jónasson og Sigursveinn Þórðarson.

Bókun:
Vegna mistaka við undirbúning og frágang fundargerðar vill bæjarstjórn Vestmannaeyja taka fram að leikskólagjöld eru lækkuð úr 3.898 kr á hverja dvalarstund niður í 3.150 á hverja dvalarstund fyrir 8 klst. vistun og nemur því raunlækkun dagvistunargjalda leikskóla rúmum 19%.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Sigursveinn Þórðarson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)


Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
2. 201709002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 198 frá 27. september s.l.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201709008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr.274 frá 3. október s.l.
Liður 2, 3 og 6 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,4,5 og 7-12 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1,4,5 og 7-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201709009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 208 frá 5. október s.l.
Liður 3 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2,4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við umræðu um lið 3, framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum tóku til máls: Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson og Sigursveinn Þórðarsson.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,2,4 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 201710001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3058 frá 10. október s.l.
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhjóða atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:11 

Til baka Prenta