Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 334

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
07.10.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Rannveig Ísfjörð 2. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir , Sara Sjöfn Grettisdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og yfirgaf hann eftir 1. mál.
1. 201910156 - Hamarskóli - nýbygging
Staðan á undirbúningi varðandi nýbyggingu, framhald frá 333. fundi fræðsluráðs.

Niðurstaða
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla. Framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur með frumgreiningu. Ráðið þakkar kynninguna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að þetta verkefni verður mikið framfaraskref í þjónustu, aðgengi og aðstöðu fyrir Hamarsskóla, Tónlistarskóla og Frístundaver. Undirrituð voru mjög ánægð með þá metnaðarfullu tímalínu sem kynnt var á fundi fræðsluráðs nr. 324, en sýna því þó skilning að sú tímaáætlun muni ekki standast m.a. vegna þess ástands sem nú ríkir. Það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins mikið kappsmál að haldið verði áfram með verkefnið af krafti eins og lagt var upp með og það verði m.a. forgangsmál við fjárhagsáætlunargerð næstu ára.
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Silja Rós Guðjónsdóttir (sign)
2. 201903127 - GRV-innra mat
Skýrsla um innra mat GRV fyrir skólaárið 2019-2020

Niðurstaða
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr innra mati grunnskólans og umbótaáætlun sem unnin hefur verið út frá þeim niðurstöðum. Skýrsla með niðurstöðum úr innra mati og umbótaáætlun verða birtar á heimasíðu skólans.
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og fagnar um leið þessari góðu vinnu og vonast til þess að hún gagnist starfsfólki og stjórnendum til áframhaldandi vinnu.
Innra mat - skýrsla 2019 - 2020.pdf
3. 202010020 - Spjaldtölvuinnleiðing GRV
Stefnumótun í spjaldtölvuinnleiðingu GRV 2020-2023

Niðurstaða
Fræðslufulltrúi kynnti stefnu GRV um spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023 en hún er unnin af stýrihópi sem fræðsluráð setti saman til að leiða innleiðinguna. Stefnan inniheldur framtíðarsýn í tölvumálum GRV, stefnu, markmið, aðgerða- og framkvæmdaáætlun, áætlun um árangursmælingar, hlutverk, ábyrgð og skyldur þeirra sem koma að tækjunum o.fl.
Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í GRV, svaraði spurningum sem fundarmenn höfðu varðandi stefnuna og stöðuna í dag.
Fræðsluráð þakkar kynninguna.
Stefna í spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023.pdf
Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri, mætti á fundinn í máli 3 og yfirgaf hann að því loknu.
4. 201808135 - Þjónustukönnun leikskóla
Sumarlokun leikskóla og sumarleyfi, niðurstöður úr ánægjukönnun.

Niðurstaða
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr ánægjukönnun meðal foreldra og starfsmanna leikskóla varðandi sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi.
Svarhlutfall var u.þ.b. 51,2% í heildina. Svarhlutfall foreldra var 45,6% en starfsmanna 22,4% 53% þeirra sem svöruðu könnuninni voru ánægð með fyrirkomulag á sumarlokun og sumarleyfi, 13% voru hlutlaus en 34% óánægð.
Lokunartíminn hentaði 59% vel, 34% hefðu viljað hafa hann seinna en 7% fyrr.
Þegar skiptingin milli foreldra og starfsmanna er skoðuð eru 66% foreldra ánægð með fyrirkomulag sumarlokunar og sumarleyfis, 13% hlutlaus og 21% óánægð. 19% starfsmanna er ánægð með fyrikomulagið, 12% hlutlaus og 69% óánægð. Lokunartíminn hentaði 79% foreldra vel, 10% hefðu viljað hafa hann fyrr en 17% síðar. Hann hentaði 16% starfsmanna vel en 84% hefðu viljað hafa hann síðar.
Ráðið þakkar kynninguna.
Sumarlokun leikskóla og sumarleyfi_niðurstöður ánægjukönnunar 2020.pdf
5. 201310060 - Starfsáætlanir leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar.
Ársskýrsla og starfsáætlun Sóla lögð fram.

Niðurstaða
Helga Björk Ólafsdóttir, skólastýra Sóla, kynnti og lagði fyrir ársskýslu og starfsáætlun Sóla fyrir skólaárið 2020-2021.
Ráðið þakkar kynninguna.
Starfsáætlun-ársskýrsla Sóli 2020.pdf
6. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Frestun starfsdags á leikskólum og í frístundaveri.

Niðurstaða
Tillaga frá leikskólastjórnendum og skólaskrifstofu að starfsdegi leikskólanna, sem á að vera 16. október nk. skv. skóladagatali, verði frestað vegna stöðunnar á COVID-19. Erfitt verður að halda úti heilum starfsdegi þar sem skólarnir eru hólfaðir niður og þ.a.l. ekkert samneyti meðal starfsfólks milli deilda/kjarna. Er það fyrirkomulag viðhaft til að draga út líkum á því að loka þurfi leikskóla alveg komi upp smit. Starfsdegi í frístundaveri yrði líka frestað og boðið upp á heilsdagsvistun.
7. 202003036 - Viðbrögð vegna veiruógnunar
Umræður um stöðuna í stofnunum á fræðslusviði.

Niðurstaða
Reglur í GRV, leikskólum og frístund hafa verið hertar næstu tvær vikurnar. Utanaðkomandi aðilar eiga ekki að koma í skólabyggingarnar nema brýna nauðsyn beri til. Foreldrar leikskólabarna og barna á frístund mega koma í fataklefa en eiga að staldra eins stutt við og auðið er. Leikskólunum er skipt eftir deildum/kjörnum og þ.a.l. ekki samneyti meðal starfsmanna milli deilda/kjarna. Í GRV er kaffitímum skipt niður og samneyti starfsmanna milli skólastiga takmarkað. Ítekað hefur verið við foreldra og starfsmenn að huga áfram vel að sóttvörnum.
8. 201104071 - Daggæslumál
Staða daggæslumála.

Niðurstaða
Eins og staðan er í dag eru börn tekin inn á leikskólana um leið og þau verða 12 mánaða og verður svo til áramóta skv. ákvörðun fræðsluráðs á 332. fundi ráðsins þann 6. júlí sl. Eitt dagforeldri er starfandi sem verður með 1-2 börn í október/nóvember og hefur verið að nýta mismunagreiðslur sem samþykktar voru til áramóta. Um áramótin verður fullt á Sóla en laust á Kirkjugerði. Í dag eru tíu börn á yngstu deildinni á Kirkjugerði og heil deild laus. Þar af leiðandi fá börn vistun á Kirkjugerði um leið og þau hafa náð 12 mánaða aldri áfram eftir áramót og reglur um mismunagreiðslur fyrir ónýtt pláss verða ekki framlengdar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta