Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 256

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
20.10.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201801075 - Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu
Fyrir liggja athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar og tillögur að viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem bárust.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að leita nýrra tilboða í sorporkustöð.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.pdf
Umsögn Matvælastofn.um brennslustöð í Vestmannaeyjum.pdf
Umsögn NÍ Móttöku-, brennslu- og orkunýtingarstöð í Vestmannaeyjum - frummatsskýrsla.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn_brennslustöð Vestmannaeyja_loka.pdf
6015_Vestmannaeyjabær_2010_2019.pdf
Skipulagsstofnun - Vestmannaeyjar - brennslustöð - frummatsskýrsla - umsögn VÍ.pdf
2. 202010032 - Brunavarnaáætlun Vestmannaeyja 2021-2026
Fyrir liggur tillaga að Brunavarnaáætlun Vestmannaeyja 2021-2026

Niðurstaða
Ráðið samþykkir Brunavarnaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Brunavarnaáætlun-SLV-2021-2026.pdf
3. 202008023 - Fráveitulagnir yfir höfnina
Framkvæmdastjóri greindi frá framgangi á viðgerðum á fráveitulögnum úr Brattagarði yfir á Eiði en fram kom að búið er að lyfta lögnum frá botni og munu lagnir verða tengdar saman mjög fljótlega.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla nr. 4 vegna byggingu slökkvistöðvar að Heiðarvegi 14.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-4.pdf
5. 201910160 - Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna endurnýjunar á Skipalyftukanti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:37 

Til baka Prenta