Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3131

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
07.07.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Helga Kristín Kolbeins sat fundinn í fjarfundarbúnaði.
Arnar Pétursson og Guðbjartur Ellert Jónsson sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi.

Niðurstaða
Bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir verði á siglingum Herjólfs, sem er lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð treystir stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs ohf til þess að tryggja að samgöngur haldist milli lands og Eyja með eðlilegum hætti.
Mikilvægt er að upplýsingaflæði til almennings um stöðu mála sé gott.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 

Til baka Prenta