Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 333

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
12.10.2020 og hófst hann kl. 16.05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Fjarfundur vegna CO19


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201604099 - Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ
Lögð fram ný drög að deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. Lagt fram til kynningar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsdrög í samræmi við 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
A1176-026-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga á vinnslustigi - uppdráttur.pdf
A1176-028-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga á vinnslustigi - greinargerð.pdf
2. 202010002 - Áshamar 40. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging og bílgeymsla
Tekin fyrir umsókn frá húseigenda Áshamri 40. Ragnar Þór Baldvinsson sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og bílgeymslu við lóðarmörk til suðurs í samræmi við innsend gögn.

Niðurstaða
Afgreiðslu frestað. Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. 44 grein skipulagslaga.
9641-1-ashamar-40 101 (1).pdf
3. 202010018 - Ofanleitisvegur 15. Umsókn um lóð
Valgeir Ólafur Kolbeinsson og Sigfríður Konráðsdóttir sækja um lóð nr. 15 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 12. apríl 2021.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.50 

Til baka Prenta