Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 255

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
22.09.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður,
Lára Skæringsdóttir 2. varamaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202009093 - Botn vegagerð 2020
Fyrir liggja drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar en vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu þess við suðurenda svæðisins.
Strandvegur-Eiði - Gatnahönnun - Drög 18.09.2020.pdf
2. 202009005 - Áshamar gatnagerð 2020
Óskað var eftir verðtilboðum í gatnagerð í Áshamri skv samþykktu deiliskipulagi.
Gröfuþjónusta Brinks kr. 59.891.561.
HS vélaverk kr. 73.252.290.
Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga á svæðinu. Gera má ráð fyrir að 1. verkhluti muni kosta um 26 milljónir miðað við fyrirséðar framkvæmdir.

Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í gatnagerð við Áshamar á yfirstandandi fjárhagsári og óskar ráðið eftir því við Bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting í verkið að upphæð 26 milljónir króna á árinu 2020.
032.pdf
3. 202009007 - Breytingar á deiliskipulagi á Eiði
Fyrir liggur að mögulegt er að bæta við byggingarlóðum á Eiði með því að nýta það svæði sem verið hefur undir hliðarfærslur upptökumannvirkja. Til að slíkt sé gerlegt þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fara fram á við Umhverfis- og skipulagsráð að gera breytingar á deiliskipulagi sem miða meðal annars að því að nýta landssvæði hliðarfærslu upptökumannvirkja sem byggingarreiti.
4. 202009063 - Mengunaróhapp í Vestmannaeyjahöfn
Þann 19.ágúst sl. varð mengunaróhapp í Vestmannaeyjahöfn þegar olía rann í sjóinn frá Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins og annað mengunarslys varð þegar olía lak frá Akranesi 2 sem lá sunnan á Nausthamarsbryggju.
Farið var yfir verklag og ástæður mengunaróhappanna.

Niðurstaða
Ráðið þakkar veittar upplýsingar og leggur áherslu á að mengunarvarnabúnaður sé sífellt í lagi og til taks.
Einnig hvetur ráðið notendur Vestmannaeyjahafnar til að sýna fyllstu aðgát svo koma megi í veg fyrir slys af þessu tagi.
5. 201606072 - Olíubryggjur smábáta
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem starfmenn áttu með fulltrúum olíufélaganna vegna ákvörðunar Framkvæmda- og hafnarráðs að öll olíuafgreiðsla smábáta skuli vera á einum stað á hafnarsvæðinu. Einnig hefur málið verið rætt við fulltrúa Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum framgang málsins í samráði við olíufélögin og leggja fram mótaðar tillögur á næsta fundi.
6. 202007025 - Hafnasambandsþing 2020
Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands 24.ágúst sl. var ákveðið að fresta fyrirhuguðu Hafnasambandsþingi sem vera átti 24-25.sept. Nánar verður fjallað um framhaldið á stjórnarfundi Hafnasambandsins sem er á dagskrá í lok September.
7. 201801075 - Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu
Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar var haldinn fimmtudaginn 17.september sl. en fundurinn var einn þáttur í kynningarferli umhverfismats en frestur til athugasemda rennur út 9.október nk.

Niðurstaða
Ráðið mun kynna þær athugasemdir sem kunna að berast eftir að tímafresti lýkur.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 201910160 - Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna endurnýjunar á Skipalyftukanti en framgangur verksins er með ágætum.
9. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla nr. 3 vegna byggingu slökkvistöðvar að Heiðarvegi 14.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrsla.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-3.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:17 

Til baka Prenta