Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 329

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
06.07.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagný Hauksdóttir sat einnig fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202007023 - Deiliskipulag miðbæjar - skipulagsbreyting
Lögð fram breytingartillaga á deiliskipulagi miðbæjar (2. áfangi) frá 2015. Svæðismörkum deiliskipulags er breytt sbr. framlagður uppdráttur dags. 3.7.2020.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipulagbreytingu með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
A1471-001-U01 Miðbær, 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi.pdf
2. 202005163 - Búhamar 90. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu.
Ólafur Tage Bjarnason hönnuður fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
100 - 28.05.20.pdf
101 - 14.05.pdf
102 - 14.05.pdf
3. 202007024 - Hrauntún 10. Stækkun á bílastæði - bætt aðgengi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Hrauntúni 10.
Guðrún Kristmannsdóttir og Halldór Ingi Hallgrímsson sækja um leyfi fyrir stækkun bílastæðis og skábraut við aðalinngang hússins í samræmi innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
1811-1 hrauntun 10--zp.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til baka Prenta