21. mars 2022

Vestmannaeyjabær er áfram í fyrsta sæti þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða

Niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2021 voru kynntar á íbúafundi síðdegis í dag, mánudaginn 21. mars 2022. Eru niðurstöður könnunarinnar jákvæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær er efst þeirra 20 stærstu sveitarfélaga landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Bæjarfélagið er í öðru til þriðja sæti þegar kemur að, þjónustu leikskóla og menningarmálum. Vestmannaeyjabær er jafnframt í fyrsta til öðru sæti þegar spurt er um aðstöðu til íþróttaiðkunar og þjónustu starfsfólks bæjarskrifstofanna. Þátttakendur í könnuninni voru auk þess ánægðir með margt er snýr að umhverfismálum, sem sérstök áhersla var lögð á í þessari könnun. Munu niðurstöðurnar nýtast í lokavinnu við gerð umhverfis- og auðlindastefnu, sem er á lokametrunum.

Óhætt er að fullyrða að þegar á heildina er litið, eru margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Sorphirðumálin, sem illa hafa komið út undanfarin ár, eru skv. niðurstöðunum á mun betri stað. Það eru alltaf atriði sem betur mega fara og er þessi þjónustukönnun góður leiðarvísir fyrir bæjaryfirvöld að bættri þjónustu við íbúa.

Niðurstöður þjónustukönnunarinnar hér að neðan.

Þjónusta sveitarfélaga 2021 - Vestmannaeyjar

Þjónusta sveitarfélaga 2021 - Umhverfismál