4. maí 2021

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir forstöðumanni á gæsluvöllinn

Forstöðumaður á gæsluvelli 

Forstöðumaður veitir gæsluvelli forstöðu þar sem börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára geta leikið sér í öruggu umhverfi.

Starfshlutfall: 48% -93,4%

Vinnufyrirkomulag: Virka daga frá 12:45-16:15 og 8:45-16:15

Ráðningartímabil: er 12. – 29. júlí 2021 (möguleiki á að viðkomandi fái einnig starf á öðrum tíma sumars á leikskólum Vestmannaeyjabæjar eða í umhverfisverkefnum).

Helstu verkefni:

· Sér um að opna og loka gæsluvelli.

· Tekur á móti börnum og sér um skráningu barna inn á gæsluvöllinn.

· Heldur utan um skráningu og greiðslufyrirkomulag.

· Gengur frá í lok dags og þrífur húsnæði.

· Tekur saman upplýsingar um nauðsynjavörur, leikföng og annað sem þarf að endurnýja og miðlar til fræðslufulltrúa.

· Aðstoðar börn, hvetur og leiðbeinir starfsfólki.

Hæfniskröfur:

· Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

· Reynsla og ánægja af starfi með börnum.

· Stjórnunarreynsla er kostur.

· 18 ára lágmarksaldur.

· Hreint sakavottorð.

Laun skv. kjarasamningi: Stavey/Drífandi

Upplýsingar um starfið veitir Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, netfang: drifagunn@vestmannaeyjar.is , sími 488-2000

Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf.

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.