Verkamaður í Þjónustumiðstöð
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir verkamanni í Þjónustumiðstöð. Verkefni Þjónustumiðstöðvar er margþætt og lúta helst að umhverfistengdum verkefnum, þjónustu við stofnanir sveitarfélagsins, þjónustu við Fráveitu Vestmannaeyja, gatnagerð ásamt tilfallandi verkefnum.
Vinnutími er frá 07.30 til kl. 17.00 virka daga auk tilfallandi verkefna utan venjubundins vinnutíma.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Jónsson rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar í síma 897-7540 eða með tölvupósti joi@vestmannaeyjar.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Drífanda og launanefndar sveitarfélaga eða Stavey og launanefndar sveitarfélaga.
Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingi sem hefur áhuga á gera samfélagið betra. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf.
Umsóknum skal skila til Jóhann Jónssonar í Þjónustumiðstöð, Heiðarvegi 14, 900 Vestmannaeyjum eða á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk.