5. janúar 2020

Útleiga á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar

Vestmannaeyjabær sem leigusali óskar eftir tilboðum í leigu á húsnæðisaðstöðu líkamsræktarsals sem tengdur er við sundlaug Íþróttamiðstöðvar, frá og með 1. júní 2021. 

Eftirfarandi skilyrði eru gerð til tilboðsgjafa:

· reynsla af og þekking á rekstri líkamsræktar

· vera með árskort á sanngjörnu verði (annars vegar almennt árskort og hins vegar árskort fyrir aldraða og öryrkja).

· að einstaklingar sem kaupa árskort í líkamsrækt greiði aðgang að sundi skv. gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.

· bjóða upp á tæki og tól frá viðurkenndum aðilum

· bera alla ábyrgð, hafa gott eftirlit, umsjón og þrif á starfsaðstöðu

· geta sýnt fram á tryggan rekstur með framvísun viðurkenndra ársreikninga. Auk þess gerir leigusali áskilnað um tryggingar fyrir leigugreiðslum

· undirriti leigusamning sem gildir í 3 ár

Innifalið í tilboði skal vera:

· tilboð í leigu á sal (131,6 fm)

· uppgefið verð á árskortum og breytingu á þeim á milli ára

· tilboð í umsýslukostnað vegna sölu árskorta

Við úrvinnslu og mat tilboðsgagna verður haft til hliðsjónar lög um opinber innkaup.

Rekstur líkamsræktar í umræddri aðstöðu ábyrgð og eftirlit auk umsjónar og þrifar er sjálfstæður rekstur og að öllu leiti aðskilinn rekstri Vestmannaeyjabæjar.

Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 11. janúar 2021. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhússins kl. 14:00 sama dag.

Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Ráðhússins merkt „Tilboð í leigu á húsnæðisaðstöðu Íþróttamiðstöðvar“.

Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða jonp@vestmannaeyjar.is