3. maí 2021

Út í sumarið 2

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt umsókn Vestmannaeyjabæjar um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021.

Vestmannaeyjabær stefnir að fjölbreyttri dagsskrá í sumar fyrir eldri borgara frá júní og fram í september. Boðið verður upp á ferðir innanbæjar og dagsferðir á fastalandið. Útijóga, söngskemmtanir, bingó og samverustundir verða einnig á dagsskrá svo fátt eitt sé nefnt. 

Verkefnið verður unnið í samstarfi við Félag eldri borgara í Vestmannaeyjum líkt og s.l sumar. Samhliða verður farið af stað með verkefnið “Spjaldtölvukennsla fyrir eldri borgara” sem Kiwanis eru styrktaraðilar að. Nánara fyrirkomulag á “Út í sumarið 2” verður kynnt þegar nær dregur og að sjálfsögðu verður tekið mið af samkomutakmörkunum varðandi nánari útfærslur.

  • 181495190_204897764775683_7380261669750880499_n
  • 180920698_204897818109011_6556191336677572616_n
  • 180997992_204897804775679_5575239784716069897_n
  • 180773677_204897848109008_7691775472318317909_n
  • 180529972_204897768109016_905857784663811685_n