20. maí 2021

Undirritun samninga vegna styrkveitinga úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla

Sjö verkefni hljóta styrk þetta árið og fór undirritun samninga fram í Eldheimum 19. maí

Samningar vegna styrkveitinga úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla voru undirritaðir við athöfn í Eldheimum en tilgangurinn með sjóðnum er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi.

Er þetta í annað sinn sem veittir verða styrkir úr sjóðnum og undirritaði Arna Huld Sigurðardóttir, formaður fræðsluráðs, samningana fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr sjóðnum:

Áhugavekjandi þemasmiður á unglingastigi. Ásdís Steinunn Tómasdóttir, deildarstjóri í GRV, Birgit Ósk B. Bjartmarz, kennari við GRV og Sigurhanna Friðþórsdóttir, kennari við GRV, standa að verkefninu.

Kennslufræði um hugmyndafræði floorbooks. Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði og Lóa Bald Andersen, deildarstjóri á Kirkjugerði, standa að verkefninu.

Leikjahandbók. Guðrún Bára Magnúsdóttir stendur að verkefninu í samstarfi við Guðrúnu Lilju Friðgeirsdóttur og Sóla.

Leshópar og lestrarátök á bókasafni. Sæfinna Ásbjörnsdóttir, safnkennari í GRV, stendur að verkefninu.

Lestrarbækur sem kveikja áhuga. Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland, kennarar við GRV, standa að verkefninu ásamt Helgu Sigrúnu Þórsdóttur, kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu.

Rafrænt nám og skapandi skil. Bryndís Bogadóttir, kennari við GRV, stendur að verkefninu.

Þemaverkefni um himingeiminn. Helga Jóhanna Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Arnheiður Pálsdóttir, Thelma Hrund Kristjánsdóttir og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir, kennarar við GRV, standa að verkefninu.

Fræðsluráð þakkar þeim sem sóttu um styrk úr sjóðnum. Umsóknirnar bera vott um það gróskumikla, metnaðarfulla og faglega starf sem fram fer í okkar frábæru skólastofnunum.

  • DSC_8034
  • DSC_8046
  • DSC_8030
  • DSC_8018
  • DSC_8026
  • DSC_8040
  • DSC_7996
  • DSC_8010