13. september 2021

Umsjón með dagdvöl aldraðra - afleysing

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsjónaraðila með dagdvöl á Hraunbúðum. Um er að ræða afleysingu í 88% stöðu í eitt ár.

Verkefni umsjónaraðila er að halda utan um starfsemi dagdvalar. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir þá sem þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Meginmarkmið með starfinu er að huga að heilsu þeirra einstaklinga sem í dagdvöl koma, efla félagslega þætti þeirra og virkni í lífinu.

Helstu verkefnin er að taka á móti þjónustuþegum sem koma í dagdvöl og annast þá, sjá um eftirlit með heilsufari, hafa eftirlit með lyfjanotkun ef hún á við á dagdvalartíma. Stuðning og ráðgjöf til aðstandenda. Halda utan um og afgreiða umsóknir um dagdvöl, sjá um skipulagningu á dagdvöl. Stýra og leiðbeina öðrum starfsmönnum í dagdvöl. Fylgja eftir að einstaklingar mæti og athuga ástæður þess ef þeir mæta ekki. Sjá um pantanir á vörum fyrir vinnustofu. Gera mánaðarlegt uppgjör og halda utan um mætingarlista fyrir dagdvöl. Hafa umsjón með böðun dagdvalargesta og aðstoð við virkniþjálfun. Sjá um vikulega tómstundadagsskrá, halda utan um samskipti við utanaðkomandi aðila sem koma að dagsskránni.

Næsti yfirmaður er verkefnastjóri öldrunarþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· sjúkraliðamenntun eða sambærilega menntun

· sjálfstæði í vinnubrögðum

· góðir skipulagshæfileikar

· færni í samskiptum og jákvætt viðmót

· hæfni í þverfaglegu starfi

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar veitir Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu thelma@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til 24. september 2021.

 

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið thelma@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.