7. ágúst 2020

Tilkynning frá Íslenskri erfðagreiningu vegna skimunar Í Vestmannaeyjum

Ætlunin er að skima 400 manns nk. mánudag í Eyjum frá kl. 13:00 til 16:30.  

Um slembiúrtak er að ræða til að kanna hvort að simt sé í samfélaginu. Send verða út sms skilaboð með boði um þátttöku. Mikilvægt er að þeir sem fá boð skrái sig sem fyrst eftir að þeir fá boðið í gegnum link sem er í sms-inu. Svo að hægt sé að ná tilætluðum fjölda til að skima. Ekki er hægt að mæta á staðinn og fá skimun.