23. apríl 2021

Sumarstarf í stuðningsþjónustu

Vestmannabær auglýsir eftir sumarstarfsfólki í stuðningsþjónustu 

Málefni aldraðra og fatlaðra - Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Hlutverk stuðningsþjónustu: er að aðstoða þjónustuþega sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og eða til að rjúfa félagslega einangrun.

Starfshlutfall: 60-70 %

Vinnufyrirkomulag: Unnið er að jafnaði í dagvinnu virka daga. Einhverjar vaktir í kvöld- og helgarvinnu

Ráðningartímabil: 01.06.20-31.08.20

Helstu verkefni: Að veita aðstoð við almennt heimilishald, aðstoð með innkaup , félagslegan stuðning, aðstoð með persónulega umhirðu og önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starflýsingu starfsmanns í stuðningsþjónustu.

Hæfniskröfur:

· Hafa ná 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð

· Hafa áhuga á að vinna með fólki

· Vera stundvís og samviskusamur

· Eiga gott með mannleg samskipti

Laun skv. kjarasamningi : Stavey/Drífandi

Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri stuðningsþjónustu í síma 488-2607, kolla@vestmannaeyjar.is

Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf.

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.