Starfsmaður á leikjanámskeið
Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsmann á leikjanámskeið. Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar er leikjanámskeið fyrir börn í 1-4 bekk. Í starfinu er lögð rík áhersla á gleði, skemmtun, samveru, leiki og hreyfingu.
Starfshlutfall: 70 - 80%
Vinnufyrirkomulag: Unnið alla virka daga frá kl. 09:00-16:00
Helstu verkefni:
- Starfsmaður starfar á leikjanámskeiðum fyrir börn undir stjórn flokkstjóra leikjanámskeiða.
- Starfar að mestu utandyra.
- Á í samskiptum við forráðamenn og sér um skráningu barna.
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
- Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska barna að leiðarljósi.
- Æskilegt er að hafa reynslu og áhuga á að vinna með börnum.
- Góð samskiptafærni og þjónustulund.
- Frumkvæði og samviskusemi.
- Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
- Skyndihjálparnámskeið barna er kostur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 5. júní
Upplýsingar um starfið veitir Sigþór Örn Valgeirsson í síma 841 7373 eða í tölvupósti: sigthor@vestmannaeyjar.is
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.
Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á forstöðumann.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní nk.