26. apríl 2021

Starfsfólk óskast í Frístund!


Frístundaverið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinenda í ótímabundið starf

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30. Starfsmaður kemur til með að vinna í sumarfjörinu á sumrin sem er sumarúrræði fyrir börn í 1.-4. Bekk.

Frístundaleiðbeinandi

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 37,5 – 50% stöðu. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00/16:30.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og hafa náð 18 ára aldri. Laun miðast greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélagi.

Helstu verkefni

· Vinna með börnum

· Almenn umönnun barna

· Fylgd á íþróttaæfingar

· Þátttaka í mótun og framkvæmd dagskráa.

· Aðstoð við síðdegishressingu

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí.

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbágátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 4882000.

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni Antoni Erni Björnssyni í síma 488-2240/8688769 eða í tölvupósti anton@vestmannaeyjar.is