29. september 2021

Atvinna í boði

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf skipstjóra á Lóðsinn laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf sem er unnið í dagvinnu og á bakvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Skipstjóri Lóðsins ber ábyrgð á og stjórnar allri starfsemi um borð í bátnum.
 • Ber ábyrgð á að hafnsögubátur sé alltaf til taks.
 • Sér um mönnun bátsins í samstarfi við hafnarstjóra.
 • Annast skýrslugerð í tengslum við þá þjónustu sem veitt er.
 • Hefur umsjón með viðhaldi á bátnum og sér um framkvæmdir þess þegar því verður við komið í samvinnu við vélstjóra bátsins, eða aðra þá starfsmenn hafnarinnar sem hafnarstjóri velur til verksins.
 • Fylgist með dýpi hafnar og gerir viðvart ef einhvers staðar grynnkar um of.
 • Sinnir hafnarvernd.
 • Sinnir jafnframt ýmsum verkefnum með hafnarvörðum.
 • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
 • Helstu verkefni sem unnin eru á Lóðsinum/hafnsögubát:

  • Hafnsaga, aðstoð við skip og báta.
  • Ýmis hafnar- og dráttaþjónusta.
  • Björgunarstörf innan hafnar og út á rúmsjó.
  • Mengunarvarnir innan hafnar og út á rúmsjó.

Menntun og reynsla:

 • Skipstjórnarréttindi B (2. stig)
 • Slysavarnarskóli sjómanna
 • Reynsla af hafnsögu í Vestmannaeyjahöfn er kostur
 • Nákunnugur siglingaleiðum á svæðinu
 • Bílpróf
 • Verndarfulltrúaréttindi er kostur.
 • Aðrar hæfniskröfur:
 • Samskiptahæfni, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum
 • Hafa fullnægjandi heilbrigðisvottorð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 488 2545 eða í gegnum netfangið: dora@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni.

Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Skila skal umsókn á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merkja „Vestmannaeyjahöfn“. Einnig er hægt að skila umsóknum til bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er 14. október nk.