19. maí 2020

Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla - framlengdur umsóknafrestur

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða sérkennsluráðgjafa leikskóla í 90% starf.

Um afleysingarstarf er að ræða í eitt ár.

Sérkennsluráðgjafi vinnur að stuðningi og ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning eða sérfræðiaðstoð. Hann er starfsmaður skólaþjónustu fjölskyldu- og fræðslusviðs og starfar í samstarfi við fræðslufulltrúa og stjórnendur leikskóla.

Helstu verkefni:

  • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við foreldra, leikskólastjóra og aðra starfsmenn leikskóla vegna barna sem njóta sérfræðiaðstoðar eða sérkennslu og fylgir greiningu eftir ef þurfa þykir.
  • Tekur þátt í greiningu/skimunum og ráðleggur starfsmönnum leikskóla um gerð verkefna og einstaklingsnámskráa fyrir hvert barn í samvinnu við aðra er að málinu koma.
  • Fylgist með að einstaklingsáætlunum sé fylgt eftir og leiðbeinir starfsmönnum leikskóla.
  • Fylgist með og miðlar nýjungum varðandi málefni barna sem þurfa á sérfræðiaðstoð og sérkennslu að halda til yfirmanns og starfsmanna leikskóla og tekur átt í að móta fræðslu fyrir starfsmenn.
  • Vinnur skýrslur og yfirlit varðandi börn sem þurfa á sérfræðiaðstoð og sérkennslu að halda í samráði við fræðslufulltrúa og starfsmenn leikskóla.
  • Sinnir sérkennslu barna eftir atvikum.
    • Sinnir öðrum þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.
  • Hefur samráð við þá aðila sem tengjast börnum sem þurfa sérkennslu og/eða stuðning í leikskóla.
  • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérkennslu og/eða stuðning í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á leikskólastigi.

· Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða.

· Réttindi til að leggja fyrir skimunarpróf, s.s Íslenska þroskalistann, Íslenska smábarnalistann, Íslenska málhljóðamælinn og EFI-2, er kostur.

· Samskipta- og samstarfshæfni.

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

· Skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður.

· Góð tölvukunnátta.

· Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Umsókn sendist á drifagunn@vestmannaeyjar.is merkt „Sérkennsluráðgjafi leikskóla“. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf til kennslu auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi í síma 488-2000

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.